Framkvæmdir í Fjarðarstræti farnar af stað

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Líkt og fram hefur komið verða töluverðar framkvæmdir á neðsta hluta Fjarðarstrætis á Ísafirði í sumar og eru þær raunar að einhverju leyti byrjaðar. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að sýna öllu þessu raski þolinmæði.

Sá hluti götunnar sem á að malbika verður fræstur og farið verður í endurbætur á skólpi þar sem þarf. Í einhverjum húsum verða heimæðar endurnýjaðar auk þess sem tengja þarf lagnir nýju stúdentagarðana og skipta um götuloka.

Við þetta gæti orðið truflun á vatni í öðrum húsum og ef loka þarf fyrir vatnið verða íbúar látnir vita með smáskilaboðum. Íbúar sem vilja fá tilkynningar þurfa að gæta þess að vera með símanúmerin sín skráð hjá 1819. Nánar: Tilkynningar til íbúa með smáskilaboðum.

Þá verða einnig framkvæmdir á vegum Orkubús Vestfjarða samhliða uppgreftri á gangstéttum.

Malbikunarvinna hefst í ágúst með tilheyrandi götulokunum.

Framkvæmdaleyfi vegna gerð 80 metra langs fyrirstöðugarðs við Norðurtanga hefur verið sent til samþykktar í bæjarráði. Framkvæmdin snýr að flutningi grjóts úr námu að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn. Skilyrði fyrir leyfinu er að gætt verði að loftgæðum og mögulegri rykmyndun á framkvæmdatíma auk þess sem áhersla verður lögð á takmörkun umferðarhraða og frágangs farms við vinnuna.

Lega fyrirhugaðs fyrirstöðugarðs við Norðurtanga.Lega fyrirhugaðs fyrirstöðugarðs við Norðurtanga.