Sundlaugar

SUNDLAUGAR OPNA AFTUR MÁNUDAGINN 18. MAÍ, MEÐ FJÖLDATAKMÖRKUN UPP Á 50% HÁMARKSFJÖLDA.

Fjórar sundlaugar eru í Ísafjarðarbæ; Þingeyrarlaug, Flateyrarlaug, Suðureyrarlaug og Sundhöll Ísafjarðar. Suðureyrarlaug nýtir heitavatnsuppsprettu í nágrenninu og er þess vegna eina utanhússlaugin í sveitarfélaginu, en heitar vaðlaugar eru einnig utanhúss við Flateyrarlaug. Sumarið 2020 verður unnið að viðgerð á þaki sundlaugarinnar á Flateyri og verður hún því lokuð meirihluta sumars. Útisvæði og pottar við Flateyrarlaug verða þó áfram opin.

Verð í laugarnar má finna í gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki, en sú stefna hefur verið mörkuð að hafa árskort í laugarnar sem ódýrust til að hvetja íbúa til auknar hreyfingar. Árskortin gilda einnig í Bolungarvíkurlaug.

Sundlaugar í Ísafjarðarbæ:

Flateyrarlaug

Sundlaug, nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.

Sumarið 2020 verður unnið að viðgerð á þaki sundlaugarinnar á Flateyri og verður hún því lokuð meirihluta sumars. Útisvæði og pottar við Flateyrarlaug verða þó áfram opin. Þann 25. maí þurfti að loka lauginni alveg vegna bilunar. Viðgerðarvinna mun standa í nokkra daga og verður tilkynnt um opnun þegar viðgerð er lokið.

Útisvæði og pottar við sundlaugina á Flateyri opin í sumar

Símanúmer: 450 8460

Opnunartímar

Vetraropnun:

Mánudagur: Lokað
Þriðjudagur: 13-19
Miðvikudagur: 13-19
Fimmtudagur: 13-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 13-16
Sunnudagur: 13-16

Uppstigningardagur: 13-16
Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 13-16

Sumaropnun, frá 3. júní:

Virkir dagar: 10-20
Helgar: 11-17

17. júní: Lokað

Skoða Flateyrarlaug nánar

Suðureyrarlaug

Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug, tveir pottar, vaðlaug, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.

Símanúmer: 450 8490

Opnunartímar

Vetraropnun:

Mánudagur: 17-20
Þriðjudagur: 15-19
Miðvikudagur: 15-19
Fimmtudagur: 15-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 10-15
Sunnudagur: 10-15

Uppstigningardagur: 10-15
Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 10-15

Sumaropnun, frá 3. júní:

Opið alla daga frá 11-20.

Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 10-15
17. júní: Lokað

Skoða Suðureyrarlaug nánar

Sundhöll Ísafjarðar

Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, byggð strax eftir seinna stríð. Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.

Sauna er opin fyrir karla á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum og fyrir konur á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

Símanúmer: 450 8480

Opnunartímar

Vetraropnun:

Mánudagur: 07-08 og 18-21
Þriðjudagur: 07-08 og 18-21
Miðvikudagur: 07-08 og 18-21
Fimmtudagur: 07-08 og 18-21
Föstudagur: 07-08 og 15:30-21
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17

Uppstigningardagur: 10-17
Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 10-17

Sumaropnun, frá 3. júní:

Virkir dagar: 10-21
Helgar: 10-17

17. júní: Lokað

Skoða Sundhöll Ísafjarðar nánar

Þingeyrarlaug

Þingeyrarlaug er nýjasta sundlaug sveitarfélagsins, byggð árið 1995. Í sama húsi er íþróttasalur, gufubað og líkamsrækt.

Símanúmer: 450 8470

Opnunartímar

Vetraropnun:

Mánudaga-fimmtudaga: 08-10 og 17-21
Föstudaga: 08-10

Helgar: 10-16

Uppstigningardagur: 10-16

Sumaropnun, frá 1. júní:

Virka daga: 8-21

Helgar: 10-18

Hvítasunnuhelgin: Opið 10-18 laugardag, sunnudag og mánudag.

17. júní: 10-18 

Upplýsingar um verð má finna í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Skoða Þingeyrarlaug nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?