Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021.

Reglur um úthlutun

Markmið með sérstökum styrkjum til tekjulágra heimla er að öll börn geti, óháð efnahag, stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Um er að ræða afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir ríkisins til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, í samræmi við fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020.

Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsþjónusta hjá Ísafjarðarbæ hefur umsjón með umsóknarferli og styrkveitingu í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.

Áður en umsækjandi sækir um styrkinn hjá Ísafjarðarbæ kannar hann rétt sinn hjá island.is. Þar fær hann sjálfvirka niðurstöðu um hvort hann uppfylli tekjuviðmið samkvæmt reglum.

Þegar niðurstaða liggur fyrir er hægt að sækja um styrk til Ísafjarðarbæjar í gegnum mínar síður.

Einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað og skila því á velferðarsvið Ísafjaðrarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021.

Frekari upplýsingar varðandi styrkinn er hægt að fá með því að hafa samband við félagsþjónustuna hjá Ísafjarðarbæ með því að senda póst á netfangið albertag@isafjordur.is eða með því að hringja í síma 450 8000.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?