Velferðarsvið – Stuðningsfulltrúar í búsetuþjónustu

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir stuðningsfulltrúum í búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Um er að ræða störf í vaktavinnu þar sem ýmist getur verið um tímavinnu eða fast starfshlutfall að ræða samkvæmt samkomulagi. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Óskað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingum sem hafa ánægju af samskiptum en starfið er afar fjölbreytt og gefandi.

Helstu verkefni

  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs lífs
  • Félagslegur stuðningur
  • Samskipti við þjónustuþega
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Bílpróf

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2022 (Ath. umsóknir verða teknar til skoðunar um leið og þær berast og því gæti komið til ráðningar áður en frestur rennur út). Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið ragnhildursv@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Inga Sveinsdóttir, forstöðumaður í búsetu í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?