Dægradvöl Ísafirði - Frístundaleiðbeinandi og stuðningsfulltrúi

Laus eru til umsóknar fjögur störf í dægradvöl á Ísafirði. Störfin eru tímabundin frá 15. ágúst til 7. júní 2023. Annars vegar er um að ræða tvö störf frístundaleiðbeinanda þar sem vinnutíminn er frá 11:00 til 16:00 (56% starfshlutfall) og hins vegar tvö störf stuðningsfulltrúa frá 13:30 til 16:00 (31% starfshlutfall) alla virka daga. Næsti yfirmaður er forstöðumaður dægradvalar. Störfin eru afar skemmtileg og gefandi.

Helstu verkefni:

 • Þátttaka í uppeldisstarfi þar sem megináhersla er lögð á velferð og vellíðan barns/barna
 • Full þátttaka í öllu dagskipulagi dægradvalar og frístundar
 • Samstarf við foreldra

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Nám í uppeldis- eða tómstundafræðum æskilegt (frístundaleiðbeinandi)
 • Nám fyrir stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt (stuðningsfulltrúi)
 • Reglusemi
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og sveigjanleiki
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta
 • Starfsreynsla á frístundasviði kostur
 • Vera orðin(n) 18 ára

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022. Umsóknum skal skilað til Evu Maríu Einarsdóttur, forstöðumanns, í netfangið evaei@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva María í síma: 450-8059 eða í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?