Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
503. fundur 29. ágúst 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Smári Karlsson vék af fundi kl 09:00

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagt fram bréf Sigurðar Ásbjörnssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 29. júní sl., ásamt frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 5800 tonna framleiðsluaukningar Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar.
Frestur veittur til 03.09.2018
Með vísan í 20. gr. reglugerðar 660/2015 og II. mgr. 9. gr. laga 106/2000 telur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að fullnægjandi sé gert grein fyrir framkvæmd í frummatsskýrslu Arctic Sea Farm, dags. 28. júní sl. Nefndin tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári.
Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.
Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið. Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað

2.Hesteyri, þjónustuhús - deiliskipulag - 2018060060

Lagt fram bréf Kristínar Óskar Jónasdóttur og Ólafs A. Jónssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 17. maí sl., þar sem óskað er eftir því að unnið verði deiliskipulag fyrir Hesteyri svo hægt verði að byggja þar þjónustuhús næsta vor.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1021. fundi sínum 25. júní sl., og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari upplýsingum s.s. fjölda ferðamanna um svæðið, umfang deiliskipulags og innviði. Jafnframt óskar nefndin eftir fundi með hagsmunaaðilum.

3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Davíðs Kjartanssonar, f.h. Hábrúnar ehf., dagsett 7. júní sl., þar sem vakin er athygli á tillögum að matsáætlunum vegna fiskeldis Hábrúnar í Ísafjarðardjúpi. Frestur til að skila athugasemdum er til 25. júní nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1021. fundi sínum 25. júní sl., og vísaði til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Með vísan i 15. gr. reglugerðar 660/2015 og II. mgr. 8. gr. laga 106/2000 telur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að fullnægjandi sé gert grein fyrir framkvæmd í tillögum að matsáætlunum fiskeldis Hábrúnar, þ.e. í eftirfarandi skýrslum.
Framleiðsla Hábrúnar ehf. á 4000 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Naustavík, skýrsla dags. 08.06.2018
Framleiðsla Hábrúnar ehf. á 4000 tonnum af regnbogasilungi í sjóvkíum í Drangsvík, skýrsla dags. 08.06.2018
Framleiðsla Hábrúnar ehf. á 2000 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Hnífsdal, skýrsla dags. 08.06.2018
Framleiðsla Hábrúnar ehf. á 1500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Hestfirði, dkýrsla dags. 08.06.2018

Nefndin tekur jákvætt í áform Hábrúnar, um aukna framleiðslu á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, ljósi þess að regnbogasilungurinn sem notaður er í eldi Hábrúnar er ófrjór og mun ekki blandast við villta stofna á svæðinu. Burðarþol Ísafjarðardjúps og innfjarða hefur verið metið 30.000 tonn af laxfiski í sjókvíum.

4.Gámaþjónustan óskar eftir afnotum af lóð í Engidal - 2018060079

Gámaþjónustan hf. óskar eftir afnotum af lóð í Engidal til þess að skapa aðstöðu vegna moltugerðar, þ.e. vinnslu lífræns úrgangs. Meðfylgjandi eru undirritað erindisbréf frá Gámaþjónustunni hf. dags. 28.06.2018 og yfirlitsmynd. Samningur um afnot undirritaður af hálfu Gámaþjónustunnar hf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gámaþjónustan fái svæðið til afnota skv. fyrirliggjandi samningsdrögum.

5.Umsókn um byggingarleyfi Dynjandi - 2018060011

Birgir Teitsson f.h. Umhverfisstofnunar, sækir um byggingaleyfi vegna þriggja þjónustuhúsa við Dynjanda. Um er að ræða tvö hús vegna salernisaðstöðu og eitt hús fyrir landvörð. Fylgigögn eru erindisbréf frá Arkís dags. 04.06.2018 ásamt undirritaðri umsókn um byggingaleyfi dags. 6. júní. sl., afstöðumynd frá Landform dags. 6. júní 2017 og aðaluppdrættir frá Arkís dags. 8. apríl 2018
Ofangreindu erindi var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar af afgreiðslufundi byggingafulltrúa nr. 28 sem haldinn var 13.07.2018 vegna frávika frá deiliskipulagi.
Deiliskipulag þ.e. skipulagsskilmálar svæðisins heimila tvö salernishús að heildarstærð 25 fm. Sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur salernishúsum að heildarstærð 26.4 fm og aðstöðuhúsi landvarðar þ.e. 16.2 fm þ.e. 42.6 fm. heildarstærð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að vikið sé frá gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð 90/2013 með vísan í gr. 5.8.4. Undirrituð heimild landeiganda þ.e. Rarik, þarf að liggja fyrir áður en byggingaleyfi er gefið út.

6.GI - Ósk um stækkun golfvallar - 2018080025

Kristín Hálfdánsdóttir óskar eftir því við bæjaryfirvöld f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, að fá stærra svæði til umráða skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar dags. 24.08.2018. Hugmyndir eru um að stækka völlinn úr 9 holum í 12. Fylgigögn eru undirritað erindisbréf dags 22.08.2018 og uppdráttur dags. 24.08.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki tímabært að umræddu svæði verði úthlutað. Tillaga liggur fyrir um hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirð og að deiliskipulag Tungudals verði endurskoðað m.t.t. notkunar og útivistar almennings, stækkun Golfvallar fellur undir þá vinnu

Nefndin taldi ekki þörf á því að Anton viki af fundi.
Fylgiskjöl:

7.Deiliskipulag - Eyrarskjól - 2018050049

Lögð fram frumdrög að nýju deiliskipulagi fyrir Eyrartún, tillaga dags. 22.08.2018 unnin af Verkís.
Lagt fram til kynningar

8.Vallargata, Þingeyri - Fyrirspurn um lóð - 2018010124

Stofnun lóðar við Vallargötu Þingeyri var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum þ.e. íbúum við Aðalstræti 55 og 57 og Vallargötu 33 frá og með 27.06.2018 til og með 30.07.2018. Athugasemdir bárust frá lóðarhafa Aðalstrætis 57.
Erindi frestað.

9.Umsókn um sameiningu lóða við Hafnarbakka Flateyri - 2018080036

Þorgils Þorgilsson óskar eftir því fyrir hönd Walvis ehf., að lóðirnar Hafnarbakki 1 og 3 verði sameinaðar. Meðfylgjandi er undirritað erindsbréf dags. 22.07.2018
Umsækjanda ber að sækja um óverulega breytingu á deiliskipulagi, jafnframt að skila inn uppdráttum í samræmi við úthlutunarreglur Ísafjarðarbæjar þ.e. gr. 3.5.
Fylgiskjöl:

10.Uppsátur báta Icelandic Pro Fishing - Flateyri og Suðureyri - 2018080038

Róbert Schmidt sækir um heimild bæjaryfirvalda til afnota af afmörkuðum spildum til vetraruppsáturs báta Icelandic Pro Fishing, á Flateyri og Suðureyri.
Áætlað að 6 bátar verði í uppsátri á Suðureyri og 10 bátar á Flateyri. Óskað er eftir afnotum til lengri tíma, a.m.k. 5. ára. Meðfylgjandi eru uppdráttur á Suðureyri sem sýnir valkosti 1 og 2 óskað er eftir valkosti 2 til vara. Á Flateyri er óskað eftir afnotum af spildu næst bústöðum IPF.
Byggingafulltrúa falið að ganga frá samningum.

11.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037

Brynjar Þór Jónasson sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Ísafjarðarbæjar. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn um framkvæmdaleyfi dags 28.08.2018.
Lögð fram greinargerð frá Verkís dags. 13.06.2018 ásamt minnisblaði Veðurstofu dags. 21.08.2018 vegna Hádegissteins, Hnífsdal. Einnig lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 27.08.2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd metur það sem svo að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að kynna erindið fyrir íbúum við Dalbraut.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?