Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða - 1. fundur - 6. janúar 2011

Mætt voru til fundar

 

Arnheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri, Vestur Barðastrandasýslu (í síma)

Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, félagsþjónustu við Djúp.

Hildur Jakobína Gísladóttir, væntanlegur félagsmálastjóri, Strandasýslu og Reykhólahrepps (í síma)

Margrét Geirsdóttir, félagsmálastjóri, Ísafjarðarbæjar

 

Auk þess sátu fundinn Albertína F Elíasdóttir, formaður stjórnar byggðasamlagsins og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri sem ritaði einnig fundargerð..

 

Dagskrá.

 

1.                  Kynning.

Kynnt drög að erindisbréfi verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða sem byggt er á tillögu starfshóps Fjórðungssambands Vestfirðinga um tilflutning á málefnum fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.  Drög erindisbréfs voru kynnt sveitarfélögunum sem standa að byggðasamlaginu samhliða kynningu á stofngögnum samlagsins.

 

Rætt um efni erindisbréfs. Framkvæmdastjóri upplýsti að ekki hafi komið fram  athugasemdir frá sveitarfélögunum um megindrætti fyrirkomulag skipulags og verkefni verkefnahóps. Verkefnahópur bendir á nokkur atriði sem fella megi betur að stjórnsýslu sveitarfélaga og er verkefnastjóra falið að taka þær saman og gera tillögu um erindisbréf til stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða. Verkefnahópur telur hinsvegar að í meginatriðum liggi efnisatriði erindisbréfs fyrir og verkefnastjórn sé heimilt að starfa eftir því en með fyrirvara um staðfestingu stjórnar byggðasamlagsins.

 

Samkvæmt ákvæðum erindisbréfs er formaður verkefnahópsins framkvæmdastjóri verkefnahópsins en verkefnahópur skal kjósa varaformann, fram kom tillaga um Margréti Geirsdóttur, tillagan samþykkt.  Þessar samþykktar eru gerðar með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar.

 

Albertína vék af fundi kl. 13.30.

 

2.                  Gróska (málaskráning).

Rætt um val á málaskrákerfi fyrir þjónustuþega og þau kerfi sem nýtt eru í dag innan sveitarfélaganna.  Fram kom að verkefnisstjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins um tilflutning málaflokksins hefur ekki gert tillögu um upptöku samræmds málaskráningarkerfis, en hefur leiðbeint um þau kerfi sem eru til staðar í dag s.s. Grósku.  Beðið er einnig eftir afstöðu velferðaráðuneytis varðandi útfærslu þessa máls.

Verkefnahópur samþykkir að hvert félagsþjónustusvæði nýti það kerfi sem falli best að stjórnsýslu og skipulag félagsþjónustu hvers svæðis. Samræming á upplýsingum úr kerfunum verður rædd síðar þegar velferðaráðuneyti hefur komið fram með sína afstöðu.

 

3.                  Samningar um stuðningsfjölskyldur.

Svæðisskrifstofa um málefni fatlaða mun afhenda upplýsingar til félagsþjónustusvæðanna um þá samninga sem eru í gildi. Rætt um samræmingu eftirlits og greiðslna, samþykkt að það sé ákvörðun hvers félagsþjónustusvæðis.

 

4.                  Skipting stjórnarstöðugilda.

Við undirbúning verkefnisins var kynnt tillaga að skiptingu stöðugilda í stjórnun og ráðgjöf m.a. aðkeypt ráðgjöf, tillagan var unnin að hálfu svæðisskrifstofu málefni fatlaðra á grundvelli starfsemi hennar. Þessa skiptingu þarf að endurskoða miðað starfsemi byggðasamlagsins og félagsþjónustusvæðanna þar á meðal er greining á þjónustu s.s. sismat.  Nauðsyn er að hraða sismati og er framkvæmdastjóra verkefnishóps falið að beina því til velferðarráðuneytis.

 

5.                  Fjárhagsáætlun ársins 2011.

Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vestfjörðum kynnti tillögu sveitarfélögum um miðjan desember s.l. um skiptingu stöðugilda á grundvelli fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Framkvæmdastjóri telur að þessi áætlun sé með ákveðnum veikleikum er varðar mat á kostnaði við stjórnun byggðasamlags, rekstur þjónustustofnana og þann sveigjanleika sem þarf að vera til staðar til að mæta þjónustuþörf. Skoða þarf undirgögn áætlunarinnar til að gera nauðsynlegar breytingar. Framkvæmdastjóra falið að vinna að endurskoðari áætlunin og leggja fyrir næsta fund.

 

6.                  Önnur mál.

Samþykkt að næsti fundur verði haldinn eftir viku.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.45.

 

Arnheiður Jónsdóttir
Elsa Reimarsdóttir 

Guðný Hildur Magnúsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir  

Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?