Hafnarstjórn - 160. fundur - 22. ágúst 2012

Mætt eru Gísli Jón Kristjánsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson. Einnig situr fundinn Daníel Jakobsson bæjarstjóri

Guðmundur M Kristjánsson ritar fundargerð.

Sigurður Hafberg fjarverandi sem og varamaður hans

 

 1. Fjögurra ára samgönguáætlun. 2012-01-0001.                                           

Erindi frá Siglingastofnun dagsett 29/06/2012 er varðar samgönguáætlun 2013-2016 þar sem óskað er eftir tillögum verkefna á samgönguáætlun.

Hafnarstjóra falið að skrifa erindi til Siglingastofnunar og óska eftir að verði farið í eftirfarandi verkefni: Hækkun sjóvarnar á Mávagarði, endurgerð sjóvarna vegna landsigs meðfram dráttarbraut, hækkun sjóvarna við inngang framan við skipasmíðastöð, lagfæringar á sjóvörn vegna landsigs meðfram Sundahafnarsvæði. Á Suðureyri framan við Klofning. Á Flateyri að lengdur verði grjótgarður til suðurs og dýpkað verði milli bátahafnar og skábrautar, einnig að gerð verði tillaga og gert verði við vegna sigs á nýja hafskipakanti. Á Þingeyri að haldið verði áfram innan við smábátahöfn. Gerð er tillaga um að hafist verði handa við undirbúning við dýpkun sundanna á Ísafirði samkvæmt tillögu Siglingastofnunnar frá því nóvember 2011. Einnig óskar hafnarstjórn eftir því að Siglingastofnun komi með tillögu og að könnuð verði landmyndun við Norðurtanga og hvernig eigi að bregðast við því hvort það muni hafa áhrif á sandburði að innsiglingunni. Einnig að gerð verði sjóvörn við bryggjuna við Grænagarð. Hafnarstjórn óskar eftir því að gerðar verði framtíðarúrbætur á gamla Olíumúla og óskar eftir viðræðum um þá lausn.

 

2. Farþegaskattur á fyrirtækið Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar. 2012-06-0080.

Erindi frá Bæjarráði Ísafjarðarbæjar dagsett 3/7/2012 er varðar athugasemdir og bréf frá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýar. Í bréfinu eru nokkur atriði sem fyrirtækið óskar eftir að fá skýringar á.

Hafnarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.  

 

3. Bryggjan á Gemlufalli. 2012-08-0038.

Erindi frá Eiríki Finni Greipssyni fh. Arctic odda og Dýrfisks ehf. er varðar afnot af bryggjunni á Gemlufalli.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að Arctic Oddi eða aðrir hafi afnot af bryggjunni en áréttar að ekki eru fyrirhugaðar neinar endurbætur á aðstöðunni.  

 

4. Olíubirgðastöð á Mávagarði. 2009-02-0030.

Erindi er varðar samning Olíudreifingar  og Ísafjarðarbæjar. Fyrir fundinum liggur fyrir samningurinn milli Ísafjarðarbæjar og ODR.

Daníel Jakobsson bæjarstjóri fór í gegnum samninginn og útskýrði helstu atriði samnings Ísafjarðarbæjar og Olíudreifingar. Hafnarstjórn gerir athugasemd við að ekki hafi verið haft samráð og að samningsdrög hafi ekki verið lögð fyrir hafnarstjórn fyrir undirritun samningsins. Hafnarstjórn  óskar eftir því að lóð E á  Mávagarði verði ekki úthlutað án samráðs við hafnarstjórn.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir því í tengslum við samning Olíudreifingar og Ísafjarðarbæjar um flutning olíubirgðastöðvar á Mávagarð dagsettum 2. júlí 2012 að ekki stendur til að hækka vörugjöld á olíu umfram aðra gjaldskráliði hafnarinnar.

 

5. Hafnarframkvæmdir 2012. 2011-02-0006.


Rætt um hafnarframkvæmdir í Ísafjarðarbæ og þau verkefni sem eru á gildandi Samgönguáætlun. Verkefnin eru frágangur á Mávagarði, endurnýjun stálþils á Suðureyri og skábraut á Ísafirði. Fyrir fundinum liggur minnisblað  hafnarstjóra.

Hafnarstjórn ákveður að óska eftir því við Siglingastofnun að hafist verði handa og undirbúin verði útboð á eftirtöldum verkefnum: Ljúka yfirstandandi framkvæmdum á Mávagarði. Endurnýjun stálþils löndunarkants á Suðureyri og skábraut á Ísafirði. Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við Siglingastofnun um breytingu á verkefninu skábraut á Ísafirði.  

 

6. 38. Hafnasambandsþing. 2012-08-0037.

Erindi frá Hafnasambandi Íslands dagsett 14/08/2012 þar sem boðað er til 38. hafnasambandsþings sem haldið verður í Vestmannaeyjum þann 20. og 21. september nk. Ísafjarðarhöfn á rétt á að senda 2 fulltrúa á þingið.

Hafnarstjórn tilnefnir Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Gísla Jón Kristjánsson til að sækja 38. hafnasambandsþing. Til vara verði Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

7. Sex mánaðauppgjör hafnarsjóðs. 2011-01-0034.

Fyrir fundinum liggur 6 mánaðauppgjör hafnarsjóðs.

Daníel Jakobsson bæjarstjóri fór yfir rekstrarniðurstöðu 6 mánaða uppgjörs hafnarsjóðs. Kom fram að afskriftir og launakostnaður er talsvert umfram áætlun.

 

8. Flotbryggja í Sundahöfn. 2012-08-0039.

Fyrir fundinum er tillaga hafnarstjóra um flutning og uppsetningu á flotbryggju við Sundabakka til að “tenderar” skemmtiferðaskipa og þjónusta við farþega af þeim skipum sem liggja við akkeri verði betri en núverandi aðstaða.

Hafnarstjórn ákveður að færa hluta lóðsbryggju að Sundahöfn og að farið verði í að byggja landstöpul núna í haust og hafnarstjóra falið að leita fjármagns í það verkefni. Þessu verkefni verði lokið að fullu fyrir næstu skemmtiferðaskipavertíð. Hafnarstjórn bendir á að langtíma bílastæði hafa verið á þessu svæði og leggur til að bifreiðarstöður verði alfarið bannaðar á þessu svæði og viðeigandi merkingar verði settar upp.

 

Önnur mál. 2011-01-0034.

 

Hafnarstjórn telur rétt að benda umhverfisfulltrúa Ísfjarðarbæjar á bátauppsátur sem er að myndast á safnasvæði við Ásgeirsbakka og óskar eftir að kannað verði hvort að þetta samrýmist nýjum skipulagslögum og aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar sem geymslustaður. Hafnarstjórn bendir á að í framtíðarverkefnum hafnarinnar er að byggja upp aðstöðu til upptöku og geymslu á minni bátum á svæði hafnarinnar á Suðurtanga.

 

Hafnarstjórn stefnir að því að fundir verði framvegis einu sinni í mánuði.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 12:00.

 

Gísli Jón Kristjánsson

Guðfinna Hreiðarsdóttir                    

Marzellíus Sveinbjörnsson

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakbobsson     

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?