Hafnarstjórn - 108. fundur - 8. nóvember 2005

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

Þetta var gert.


 1. Mánaðarskýrsla 2005-06-0027.

  Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar jan-september.


  Lagt fram til kynningar. 2. Rammaskipulag hafnarsvæðis 2004-08-0044.

  Erindi frá bæjarráði er varðar rammaskipulag unnið af Ólöfu Guðnýju Valdemarsdóttur arkitekt.


  Framhaldsumræður frá síðasta fundi:  Ábendingar og athugasemdir við drög að Rammaskipulagi hafnarsvæðis.


  Lögð fyrir Hafnastjórn 8. nóv. 2005, áður kynnt á fundi starfshóps um skipulag hafnarsvæðis 27. okt. s.l.


  Prentuð drög/mynd af rammaskipulagi frá 21.09 2005 frá Ólöfu Guðnýju (Plan 21 ehf) lögð til grundvallar ásamt efnisyfirliti um stefnu vegna vinnunnar.


  Skipulag hafnarsvæðis markast af Mávagarði/Sundstræti yfir þvera eyrina frá Sindragötu, Njarðarsund í Pollgötu við Edinborg.


  Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil landfylling neðan Ásgeirsgötu, sem er tengibraut milli hafna.


  Virkt hafnarsvæði er báðum megin eyrarinnar, við Ásgeirskant og gömlu bátahöfn við Pollgötu/Suðurgötu/Aðalstræti og frá Mávagarði, Bátahöfn, Sundahöfn.


  Gámavellir eru á gáma- og farmverndarsvæði á Sundabakka og sunnan Ásgeirsgötu.


  Geymslusvæði þ.e. fyrir gáma, uppsátursbáta og ýmsa aðra starfsemi á hafnasvæði, eru á nokkrum reytum innan svæðis neðan Ásgeirsgötu.


  Í sumar fór fram endurskipulagning vegna geymslusvæða og liggur fyrir að endurnýja og lagfæra þá aðstöðu. Erfitt hefur verið að fá fólk og fyrirtæki til að virða snyrtilega umgengni um hafnarsvæðið.


  Hafnarsjóður hefur á undaförnum árum lagt áherslu á aukið öryggi sjófarenda um Ísafjarðarhöfn með dýpkunum í innsiglingu og við hafnarkanta, þessu verkefni er þó ekki lokið. Samhliða hefur það efni sem dælt hefur verið upp nýtt til landfyllingar á hafnarsvæði. Með þessu móti hefur á undanförnum árum skapast verðmætt land á hafnarsvæði í eigu hafnarsjóðs.


  Hafnarsjóður hefur staðið að gerð hafnamannvirkja og sjóvörnum samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar og hefur ríkissjóður komið að þeirri uppbyggingu samkvæmt lögum um það hverju sinni. Eignir Hafnarsjóðs felast því í hafnarmannvirkjum þ.e. hafnarköntum og aðliggjandi þekjum, landi vegna landfyllingar, sjóvarnagerð, slippnum í Suðurtanga, hafnarvogum, hafnarhúsinu, viktunarskúr við Bátahöfn við Sund og hafnsögubát. Með lóðasamningi við olíufélögin á sínum tíma er ljóst að hafnarsjóður hefur verið aðili að leigusamning og því má ætla að á skipulögðu hafnarsvæði hafi höfnin átt rétt á afgjaldi vegna lóða á hafnarsvæðinu eins og það er skipulagt.


  Hafnarsjóður hefur þó ekki fengið nýtta lóðaleigu eða annars afgjalds á þessu svæði og því orðið af tekjum sem kæmu til móts við framlagðan kostnað við landfyllingu. Því er settur sá fyrirvari hér að þær breytingar sem kunni að koma til vegna breytinga á núverandi hafnarskipulagi rýri á engann hátt þann rétt sem hafnarsjóður kunni að hafa vegna framlagðs kostnaðar vegna landfyllingar og mannvirkja á svæðinu á undanförnum árum og eða eldri samninga vegna landnotkunar sem hann er aðili að. Nauðsynlegt er að ganga frá skýrum verklagsreglum og koma á samningum vegna ofantalinna atriða milli hafnasjóðs og bæjarsjóðs við breytingu á skipulagi.


  Athugasemdir og áhersluatriði við drög að rammaskipulagi.


  Ásgeirskantur.  Athafnasvæði hafnar (allur)


  ATH. Lóð á suðurenda Ásgeirskants er rangt tilgreind sem hluti annarrar lóðar því hefur athafnasvæði verið skert.


  Ásgeirsgata.  Er tengibraut milli hafna


  Við skipulag vegna umferðar á svæðinu verður að taka mið af því.


  Sundahöfn.


  Athafnasvæði/hafnarkantur/gámavellir/gámaplön.


  ATH. Hafnarsvæði samkv. tillögu-drögum er alltof lítið.


  Núverandi aðstaða er skert samkvæmt þessum drögum


  Skilgreint hafnarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi þarf að ná yfir stærra svæði


  Athafnasvæði við sa-hlið Sundabakka ofan Ásgeirsgötu, samkv. þessum drögum er að mestu óuppfyllt í dag.


  Gera verður ráð fyrir lengra þili við Sundabakka í framtíðinni.


  Ekki má rýra þetta athafnasvæði og hefta aukna starfsemi hafnarinnar.


  Hafnastjórn óskar eftir að reitur með fjórum lóðum, sá sem er næstur Ásgeirsgötu og Sundabakka verði áfram athafnasvæði hafnar. Jafnframt að reitur sá er næstur kemur, með jafnmörgum lóðatillögum og líkt stór og liggur samsíða Sundum, verði skilgreyndur sem reitur fyrir hafnsækna starfsemi.  Sundabakki skiptist í gámavelli , farmverndarsvæði sem er tollsvæði, hafnverndarsvæði sem er athafnasvæði og farþegasvæði eftir atvikum. Mikill kostnaður liggur í þessari uppbyggingu og ber að hafa það í huga við skipulag á hafnarsvæði.


  Sindragata.


  Gert er ráð fyrir í drögum að við Sindragötu verði olíu- og bensín afgreiðsla fyrir þungaflutninga á þessu svæði.  Hafnarstjórn telur jákvætt að slík stöð sé á þessu atvinnusvæði og leggur áherslu á að burðarlag/slitlag Sindragötu verði bætt.


  Lóðir við Ísinn.


  Lóðir fyrir hafnsækna starfsemi í stað bílastæðis.


  Þessar lóðir ættu að vera byggingarlóðir t.d. bera sambærileg hús og Sindragötu 9-húsið. Hús fyrir marga smáa.


  Hafnarstjórn óskar eftir að þessar lóðir verði byggingarlóðir ætlaðar fyrir hafnsækna starfsemi og bendir á að sérstaða þessarra lóða er nálægðin við höfnina um leið og þær eru síðustu ónotuðu lóðirnar á þessu svæði.


  Skemmtibátar.


  Tillaga að litlu þjónustuhúsi fyrir afgreiðslu skemmti- og farþegabáta og viktunaraðstöðu við bátahöfn er góð.


  Hafnarstjórn leggur áherslu á að göngustígur/stétt verði endurnýjuð frá Bátahöfn að Pollgötu. Þetta verði forgangsverkefni.


  Umferð/umhverfi.


  Leysa verður úr umferð frá atvinnusvæði við Suðurtanga.


  Akstur eftir hafnarkanti er ekki ásættanleg á þessu svæði.


  Gæta verður nærumhverfis við hugmynd að háskóla.


  Aukin umferð bíla og fólks


  Auka verður við landfyllingu.


  Hafnastjórn leggur áherslu á að samhliða breyttu skipulagi verði þegar hafist handa við landfyllingu á Suðurtanga og við Sund.  Hafnarstjórn bendir á að almenn umferð getur ekki farið um athafnasvæði hafnar og vísar til laga og reglugerða sem hafnarsvæði verða að gangast undir.  Safnasvæði/íbúðarbyggð/ Slippur.


  Á þessu svæði verður jákvæð breyting þó horfa verður til þess að atvinnusvæði sem þar er verði ekki nema að hluta, bregðast verður við því með samkomulagi við hlutaðeigandi.


  Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að slippur og eitt athafnahús á Suðurtanga séu víkjandi. Slippurinn er í eigu hafnarsjóðs. Hann er kominn til ára sinna, þó hafa verið lagðir töluverðir fjármunir í viðhald og athuganir á honum síðan 1998. Staðsetning hans er með þeim hætti og við byggingu hans voru undirstöður og braut þannig niður komið að alltaf verður erfiðleikum háð að halda honum réttum. Mikið sig kemur að hluta brautarinnar sem erfitt er að stemma stigu við. Slippurinn er kominn til ára sinna en nokkuð heillegur og ef vilji er til og rekstraraðilar fást til samstarfs eða yfirtöku á rekstri hans má vel lagfæra hann svo hann henti litlum bátum. Höfnin hefur ekki starfsmenn á sínum snærum til að reka hann að svo stöddu.


  Hafnarstjórn leggur áherslu á að komi til framkvæmdar á því rammaskipulagi sem drög að liggja fyrir um, verði gengið til samninga við hafnarsjóð um uppkaup á mannvirkjum í hans eigu á svæðinu sem eru víkjandi samkvæmt rammaskipulaginu.


  Útisvæði/siglingar.


  Falleg strandlengja er nauðsynleg og kemur þessi tillaga til móts við það og að gefa sjóíþróttum færi á að byggjast upp í tengslum við Byggðasafnið og fólksvang er ánægjulegt.


  Drög að útivistarsvæði og gönguleiðum eru fagnaðarefni, en hafnarstjórn fékk Elísabetu Gunnarsdóttur til að vinna drög að gönguleiðum með strandlengunni fyrir nokkrum árum og eiga þær áherslur vel heima hér.


  Hafnastjórn fagnar útfærslum um gönguleiðir en bendir á að göngustígur meðfram Ásgeirsgötu að Safnasvæði er forgangsverkefni og leggur til að það verði gert á næsta ári.


  Gera verður frekari grein fyrir olíubyrgðarstöð og eldsneytisflutningi að og frá hafnarkanti.


  Hafnarstjórn bendir á að verði olíubyrgðastöð á þeim stað sem hún er nú, geri hafnarstjórn þá kröfu að allt umhverfi og plön þ.m.t. öryggismóttaka vegna olíuleka og aðrir öryggisþættir endurbyggðir. Frágangur á leiðslum og flutningaleiðum eldsneytis til og frá hafnarkanti verði öryggir. Gengið verði frá samkomulagi við hafnarstjórn um þau atriði sem Ísafjarðarhöfn varðar.


  Hafnastjórn lýsir ánægju með tillögu-drög að rammaskipulagi fyrir Skipulag hafnarsvæðis og telur margt þar til bóta og framfara fyrir byggð á eyrinni. Framsæknust er sú hugmynd að færa háskóla og íbúðabyggð á svæðið og styrkja safnasvæðið með nálægð við sjóíþróttina. Jafnframt er gert ráð fyrir atvinnusvæði í þjónustu og iðnaði, þ.m.t. þekkingariðnaði. Tillögur hafnarstjórnar um aukið athafnarými fyrir hafnsækna starfsemi kemur svo þessu til viðbótar. Hafnarstjórn óskar því eftir að tillögur og ábendingar hennar komi til breytingar á framsettum drögum. 3. Seatrade Hamburg?Hafnarstjóri skýrði frá nýafstaðinni ferðakaupstefnu í Hamborg dagana 1.-2. nóvember sl.Kom fram í máli hafnarstjóra að gert er ráð fyrir frekari aukningu á komum skemmtiferðaskipa fram til ársins 2010. Upplýsti hafnarstjóri að nú þegar er búið að bóka 23 skip sem áætlað er að komi til Ísafjarðar sumarið 2006.


Kristján Andri óskaði efti að athugað yrði hvort að þeir dagabátar sem áður lönduðu afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar fyrir breytingu á dagakerfinu hafi skilað sér inn í aflamarkskerfi á yfirstandandi ári.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Sigurður Þórisson. SigurðurHafberg.


Jóhann Bjarnason. Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.


Er hægt að bæta efnið á síðunni?