Bæjarstjórn - 313. fundur - 7. júní 2012

Vegna tæknilegra vandkvæða verður upptaka af fundinum ekki birt að svo stöddu.

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Gísli H. Halldórsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Sigurður Pétursson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 375. fundi umhverfisnefndar Veðrará 2, Breiðadal, Önundarfirði. Vatnsvirkjun. 2008-02-0077.
II Tillaga frá 753. fundi bæjarráðs Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012. 2011-10-0008.
III Tillaga frá nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði Tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilisins Eyri, Ísafirði.
IV Fundargerð(ir) bæjarráðs 30/5. og 4/6.
V " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 1/6.
VI " þjónustuhóps aldraðra 24/5.

 

I.         Tillaga til 313. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. júní 2012.

            Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir, forseti,

 

Þessum lið fundargerðar umhverfisnefndar frá 375. fundi var frestað á 312. fundi

bæjarstjórnar þann 24. maí 2012.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Umhverfisnefnd 375. fundur 18. maí 2012.

5.         2008020077 - Veðrará 2, Breiðadal í Önundarfirði. - Vatnsvirkjun.

            Lagt fram að nýju bréf dags. 5. febrúar 2012, er varðar stækkun Breiðadalsvirkjunar með því að veita viðbótarvatni í stöðina frá Heiðarvatnslæk og Langá.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá, ásamt steyptri inntaksþró, enda er framkvæmdaaðili þinglýstur eigandi af landinu samkvæmt gögnum frá sýslumanni. Samráð skal haft við tæknideild Ísafjarðarbæjar við frágang á framkvæmdasvæði.

            Fyrir fundi bæjarstjórnar lá minnisblað frá Önnu Guðrúnu Gylfadóttur, byggingarfulltrúa, varðandi málið.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 313. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. júní 2012.

            Undir þessum lið dagskrár viku af fundi bæjarstjórnar þeir Eiríkur Finnur Greipsson, bæjarfulltrúi og Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi.

           

            Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason og Ingólfur Þorleifsson.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gagnrýnir harðlega þann tíma, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tekið sér, til að afgreiða tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta byggðarlaga í Ísafjarðarbæ.

Tillögur þessar voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi 19. janúar 2012 og kynntar í bréfi til ráðuneytisins dags. 20. janúar sl., en svar frá ráðuneytinu barst ekki fyrr en í bréfi dagsettu 20. maí sl.

Þessi dráttur á afgreiðslu málsins takmarkar möguleika útgerða, til að uppfylla skilyrði um byggðakvóta, þar sem langt er liðið á fiskveiðiárið og tími til veiða hefur verið verulega skertur.“

 

Bæjarráð 753. fundur 4. júní 2012.

2.         Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012.  2011-10-0008.

            Umræður í bæjarráði í framhaldi af umfjöllun bæjarráðs á 752. fundi og með tilvísun til bréfs sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis frá 23. maí sl.

            Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson viku af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

            Bæjarráð vísar afgreiðslu byggðakvótamálsins til næsta fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. júní n.k.

 

            Fyrir fundinum liggur minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, með neðangreindri tillögu meiri- og minnihluta bæjarstjórnar, um breytingar á reglugerð       nr. 1182 frá 21. desember 2011, um úthlutun byggðakvóta.

 

Tillögur Ísafjarðarbæjar að breytingum verði þ.a.l. svohljóðandi.

Ákvæði reglugerðar nr. 1182 frá 21. desember 2011 gilda um úthlutun byggðakvóta byggðarlaga í Ísafjarðarbæ með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)      A-liður 1. gr. breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

 

b)      Ákvæði 1. málsl. c-liðar 1. gr. breytist og verður svohljóðandi: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. desember 2011.

 

c)      Við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. sem verður 1. málsl., svohjóðandi: Það aflamark sem eftir er af byggðakvóta Ísafjarðarbæjar frá fiskveiðiárinu 2010/2011, 139,8 þorskígildistonn skiptist milli fiskiskipa á Flateyri miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010.

 

d)     Ákvæði 1. málsl. sem verður 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags skal skiptast þannig að 50% úthlutaðs byggðakvóta skal úthluta jafnt til einstakra fiskiskipa sem uppfylla að öðru leiti skilyrði 1.gr og reglur, þó að hámarki fimm tonn á hvert skip. Að öðru leyti fari úthlutun fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.

 

50% úthlutaðs byggðakvóta sbr. d lið þessara tillagna skal úthluta jafnt til einstakra fiskiskipa sem uppfylla að öðru skilyrði 1.gr. sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir þó aldrei meir en 5 tonn per skip.

Tillögurnar samþykktar samhljóða 7-0.  

 

Bókun Guðfinnu Hreiðarsdóttur samþykkt 6-0.

 

Að lokinni afgreiðslu II. liðar dagskrá tóku aftur sæti á fundi bæjarstjórnar þeir Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

III.      Tillaga til 313. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. júní 2012.

            Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir, forseti.

 

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 1. júní 2012.

 

1.        Tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði.

Tekin fyrir tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði.

Fimm tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum. 

Tækniþjónusta Vestfjarða           kr. 39.809.000,-

Efla                                             kr. 29.750.000,-

Almenna Verkfræðistofan          kr. 25.520.000,-

Mannvit                                       kr. 24.200.000,-

VSÓ Ráðgjöf                              kr. 21.026.000,-

----------------------------------------------------

Kostnaðaráætlun verkkaupa       kr. 38.400.000,-

Hjúkrunarheimilsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tilboði VSÓ ráðgjafar verði tekið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 9-0.

 

IV.      Bæjarráð.   

            Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Jóna Benediktsdóttir, forseti, leggur til undir þessum lið dagskrár, að bókun bæjarráðs undir 13. lið 752. fundar, um lokanir afgreiðslustaða Landsbankans á Vestfjörðum, verði staðfest í bæjarstjórn, sem bókun bæjarstjórnar.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fundargerðin 30/5.  752. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/6.  753. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

V.        Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Fundargerðin 1/6.  19. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Þjónustuhópur aldraðra.

       Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

Fundargerðin 24/5.  70. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:44.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Jóna Benediktsdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Kristín Hálfdánsdóttir.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                     

Ingólfur Þorleifsson.                                                

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                  

Kristján Andri Guðjónsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                                    

Benedikt Bjarnason. 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?