Bæjarráð - 689. fundur - 14. febrúar 2011


Þetta var gert:



1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2012-2014.



            Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, er gerði grein fyrir drögum að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2012-2014.



            Stefnt er að vinnufundi bæjarfulltrúa um 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar.



 



2.         Erindi fjármálastjóra til bæjarráðs. - Lánamál.



            Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, gerði bæjarráði grein fyrir lánasafni Ísafjarðarbæjar og skiptingu þess í erlenda mynt og íslenskar krónur.



            Bæjarráð vísar frekari umræðum um lánamál til fyrirhugaðs vinnufundar bæjarfulltrúa um 3ja ára áætlun.    



           



3.         Fundargerðir.



            Atvinnumálanefnd 10/2.  106. fundur.



            Fundargerðin er í sjö liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Fræðslunefnd 8/2.  306. fundur.



            Fundargerðin er í ellefu liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Nefnd um skjaldarmerki 8/2.  2. fundur.



            Fundargerðin er í tveimur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Umhverfisnefnd 9/2.  347.  fundur.



            Fundargerðin er í tólf liðum.



            Bæjarráð óskar eftir að 9. liður fundargerðar umhverfisnefndar



            verði tekinn fyrir aftur í umhverfisnefnd, áður en málið fer fyrir



            bæjarstjórn. 



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



4.         Bréf bæjartæknifræðings. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla.



            2008-11-0026.



            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 21. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir frumathugun á ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði, unnin af verkfræðistofunni Verkís á árinu 2009.



Spurt er   hvort farið verður í uppkaup eigna eða byggingu varnargarðs.  Ísafjarðarbær þarf að taka ákvörðun um framhald málsins, það er hvor leiðin verður farin.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður um uppkaup húsa í samráði við Ofanflóðasjóð. 



 



5.         Bréf Jóns Svanbergs Hjartarsonar. - Leiga á húsnæði að Hafnarstræti 11,



            Flateyri.



            Lagt fram bréf frá Jóni Svanberg Hjartarsyni á Flateyri, dagsett þann 7. febrúar sl., þar sem hann óskar eftir að fá að taka á leigu efri hæð húseignarinnar Hafnarstrætis 11 á Flateyri.  Tilgangurinn með leigunni er að koma á fót svokölluðu ,,Dellusafni?.



            Bæjarráð vísar erindinu inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar.



 



6.         Bréf Önfirðingafélagsins í Reykjavík. - Fasteignagjöld af Sólbakka



            á Flateyri.  2011-02-0036.                



            Lagt fram bréf frá Önfirðingafélaginu í Reykjavík dagsett 31. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagasamtaka til niðurgreiðslu fasteignagjalda af húsnæði félagsins að Sólbakka á Flateyri.



            Erindinu vísað til vinnslu hjá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.



 



7.         Bréf hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar. - Dýpkun við Mávagarð og



            innsiglingarenna í Súgandafirði.  2010-12-0044.



            Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 4. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir framkvæmdum við Mávagarð á Ísafirði og væntanlegri dýpkun innsiglingarennu í Súgandafirði, sem og forgangi og niðurröðun framkvæmda.



            Erindinu vísað til hafnarstjórnar til frekari skoðunar.



 



8.         Bréf Umhverfisráðuneytis. - Gildistaka mannvirkjalaga.  2010-11-0007.



            Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 31. janúar sl., þar sem vakin eru athygli á því að ný lög, lög um mannvirki nr. 160/2010, sem fjalla um byggingar og önnur mannvirki tóku gildi um síðustu áramót.



            Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar til kynningar.



 



9.         Minnisblað bæjarritara. - Kjarasamningsumboð til Samb. ísl. sveitarf.



            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. febrúar sl., þar sem óskað er eftir, að bæjarráð/bæjarstjórn samþykki að veita Samb. ísl. sveitarf. kjarasamningsumboð vegna eftirtaldra stéttarfélaga;  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Iðjuþjálfafélags Íslands og Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga.  Komið hefur í ljós að hluti starfsmanna er fluttust yfir til sveitarfélagsins vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, eru í þessum stéttarfélögum.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.



 



10.       Landssamtök landeigenda á Íslandi. - Aðalfundarboð.  2011-02-0009.



            Lagt fram aðalfundarboð frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, þar sem boðað er til aðalfundar 17. febrúar n.k. og verður fundurinn haldinn í Harvardssal 2 á Hótel Sögu í Reykjavík.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.



            Lagt fram til kynningar.



 



11.       Bréf Erlings Tryggvasonar ofl. - Veitingastaðurinn Langi Mangi, Ísafirði.



            2010-06-0042.



            Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni ofl., dagsett 31. janúar sl., er varðar veitingastaðinn Langa Manga á Ísafirði.



            Bæjarráð óskar eftir að erindið verði sent bæjarlögmanni.



 



12.       Samb. ísl. sveitarf. - Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.



            Lagt fram afrit af bréfi Samb. ísl. sveitarf. til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsett 9. febrúar sl.  Efni bréfsins er umsögn sambandsins um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.



            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.   



 



13.       Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2010. 2011-02-0029.



            Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010.  Skýrslan er unnin af Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.



            Bæjarráð þakkar skýrslu slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.  Skýrslan lögð fram til kynningar í bæjarráði.



 



14.       Bréf hestaeigenda að Kaplaskjóli 3, Engidal, Skutulsfirði.  2011-02-0039.



            Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar sl. og undirritað af Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur og Auði Björnsdóttur, fyrir hönd hestaeigenda að Kaplaskjóli 3 í Engidal, Skutulsfirði.  Í bréfinu er óskað eftir að fá nýjan heyforða fyrir ellefu hesta.  Jafnframt kemur fram í bréfinu að heyforði viðkomandi aðila sé mengaður efninu díoxín og ekki ráðlegt að nota það til fóðrunar.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi hestaeigenda að Kaplaskjóls 3 í Engidal, Skutulsfirði.



 



15.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar og



            ársreikningur Heilbrigðiseftirlitsins 2010.  2011-02-0040.



            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 4. febrúar sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 4. febrúar sl.  Jafnframt er lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir starfsárið 2010.



            Bæjarráð vísar bréfi Heilbrigðiseftirlitsins til kynningar í umhverfisnefnd.



              



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:30.



 



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Upp