Bæjarráð - 615. fundur - 27. apríl 2009


Þetta var gert:


1. Bréf bæjarstjóra. ? Framlög til Markaðsstofu, Atvinnuþróunarfélags og Fjórðungssambands.  2008-09-0008.



Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. apríl sl., greinargerð um framlög til Markaðsstofu, Atvinnuþróunarfélags og Fjórðungssambands.  Á fundi bæjarráðs þann 7. apríl sl., var óskað eftir slíkri greinargerð.   


Á fund bæjarráðs mætti Jón Páll Hreinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða og kynnti starfsemi og uppbyggingu Markaðsstofu.


Bæjarráð þakkar Jóni Páli fyrir komuna og greinagóðar upplýsingar.  Bæjarráð telur hagræðingarmöguleika í því að sameina rekstur markaðsstofa og upplýsinga-miðstöðva á landinu.  Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að koma því í framkvæmd fyrir árið 2010.



2. Fundargerð.


Félagsmálanefnd 7/4.  327. fundur. 


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 15/4.  105. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


9. liður. Bæjarráð samþykkir að sumaropnun sundlauga í Ísafjarðarbæ verði eins og upprunaleg tillaga umsjónamanns eigna segir.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 22/4.  311. fundur.


Fundargerðin er í fimmtán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Þróunar- og starfsmenntunarsjóður 20/4.  24. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf bæjartæknifræðings. ? Tilboð í gatnagerð á Suðureyri.  2009-02-0067.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 7. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er bárust í gatnagerð við Höfðastíg á Suðureyri, fyrsta áfanga.  Neðangreind tilboð bárust.


? Úlfar ehf.    kr. 3.624.950,-   70,9 %


? Gröfuþjónusta Bjarna ehf.  kr. 3.181.501,-   62,2 %


? Tígur ehf.    kr. 3.658.750,-   71,6 %


? Jónbjörn Björnsson   kr. 4.773.300,-   93,4 %


? Kostnaðaráætlun   kr. 5.112.500,-   100 %


Bréfritari leggur til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.



4. Bréf Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa. ? Afsökunarbeiðni Flugstoða ehf. 2007-09-0068.


Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa, dagsett 6. apríl sl., þar sem hún óskar eftir að afsökunarbeiðni frá Flugtstoðum ehf., er var til umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 8. janúar sl., verði birt.


Bæjarráð óskar eftir að bæjarfulltrúar fái aðgang að gögnum málsins hjá bæjarstjóra.



5. Minnisblað bæjartæknifræðings. ? Hagræðing í sorphirðu í Ísafjarðarbæ. 2008-09-0008.


Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 24. apríl sl., er varðar breytingu á sorphirðu fyrir Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða fækkun sorphirðudaga.  Málið var rætt á fundi bæjarráðs þann 7. apríl sl. Bæjartæknifræðingur telur ekki rétt að fara í slíkar breytingar eins og er, þar sem nýlega er fram komin skýrsla starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ er bæjarráð og bæjarstjórn eiga eftir að taka afstöðu til.


Bæjarráð fellst á álit bæjartæknifræðings og leggur áherslu á, að sem fyrst verði farið í 14 daga sorphirðu í samræmi við greinargerð starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.   



6. Bréf samgönguráðuneytis. ? Þjónusta við Ísafjarðarflugvöll og Þingeyrarflugvöll.  2008-10-0036.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 1. apríl sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 25. mars sl., er varðar breytta þjónustu við Ísafjarðarflugvöll og Þingeyrarflugvöll.


Bæjarráð ítrekar að Þingeyrarflugvöllur verði áfram starfhæfur varavöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll.  Bæjarráð fer fram á að ráðuneytið sjái til þess að svo verði, enda er hér um að ræða mikilvægt samgöngu- og öryggismál fyrir norðanverða Vestfirði.    



7. Bréf Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. ? Beiðni um afslátt af gjaldskrám Funa. 2009-04-0022.


Lagt fram bréf Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., dagsett 15. apríl sl., þar sem Ragnar Á. Kristinsson f.h. Gámaþjónustunnar óskar eftir afslætti af eyðingagjöldum Sorpbrennslunnar Funa til samræmis við aðra stórnotendur.


Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar til skoðunar.


 


8. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. ? Uppsögn á samstarfssamningi.  2006-10-0102.


Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 15. apríl sl., þar sem sagt er upp samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ dagsettum 1. desember 2006, er varðar rekstur tæknideildar.  Þess er óskað að samningstímanum ljúki þann 1. júní n.k. 


Þó er óskað eftir að Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar, vinni áfram að þeim verkefnum sem snúa að aðalskipulagi Bolungarvíkur og fylgi þeim í höfn.


Bæjarráð samþykkir erindi Bolungarvíkurkaupstaðar og þakkar fyrir samstarfið.  Bæjarráð samþykkir jafnframt að Jóhann B. Helgason vinni áfram að aðalskipulagi fyrir Bolungarvík.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá þeim breytingum, sem af uppsögn samningsins hljótast.



9. Bréf Náttúrustofu Vestfjarða. ? Skipan varamanns í stjórn.  2009-05-0001.


Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 20. apríl sl., þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær skipi varamann í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða fyrir Inga Þór Ágústsson, fyrrverandi bæjarfulltrúa.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Hildur Halldórsdóttir, Ísafirði, verði kjörin í stað Inga Þórs Ágústssonar. 



10. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. ? Boðun aðalfundar.  2009-04-0027.


Lagt fram bréf frá stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur dagsett 21. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins þann 20. maí n.k.  Ársreikning sjóðsins 2008 má nálgast á vef sjóðsins www.spbol.is.


Bæjarráð felur Svanlaugu Guðnadóttur, formanni bæjarráðs og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að mæta á  aðalfundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



11. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis.  2009-02-0070.


Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis dagsett 8. apríl sl., þar sem sveitarstjórn Súðavíkurhrepps afþakkar boð um að taka þátt í með Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað, athugun á samfélagslegum og hagrænum ávinningi af sameiningu við þau sveitarfélög.


Lagt fram til kynningar.



12. Bréf Guðmundar Páls Óskarssonar. ? Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.  2007-02-0142.


Lagt fram bréf Guðmundar Páls Óskarssonar dagsett 24. apríl sl., er varðar breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna vegagerðar í Hnífsdal. Guðmundur á þrjár fasteignir er standa á því svæði sem breytt er í aðalskipulagi, það er ein eign við Stekkjargötu og tvær við Ísafjarðarveg.  Þessar eignir eru notaðar við fiskverkun hans ,,Harðfiskur og Hákarl?.


Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá  Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.



13. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. ? Vestfirðir og austur Grænland.  2008-07-0001.


Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða með yfirskriftinni ,,Vestfirðir og austur Grænland ? Viðskiptatækifæri og samstarfsmöguleikar ? Verklok 24. apríl 2009?.  


Atvinnuþróunarfélagið gerir grein fyrir því að samgönguráðuneytið hefur ekki fallist á að gera nauðsynlegar breytingar til að Ísafjarðarflugvöllur verði aftur nothæfur til millilandaflugs.  Auk þess er það niðurstaða Atvinnuþróunarfélagsins að ekki sé vilji í ráðuneytinu til að gera þessar breytingar og að í raun ríki þar þekkingarleysi á  hagsmunum Vestfjarða með tilliti til atvinnuþróunar.  Sökum þessa segir Atvinnuþróunarfélagið að vinnu þess fyrir Ísafjarðarbæ og utanríkisráðuneytið, varðandi möguleika á aukinni þjónustu og viðskiptum við Grænland, sé sjálfhætt.


Bæjarráð harmar skilningsleysi samgönguráðuneytisins hvað varðar aðgerðir, til að koma aftur á millilandaflugi um Ísafjarðarflugvöll með þeim flugvélum sem geta notað flugvöllinn eins og hann er í dag.  Aðgerðirnar eru taldar kosta  7,4 til 40 milljónir króna.



14. Svar við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarráðsmanns, um launamál bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.  2009-04-0011.


Bæjarritari gerði grein fyrir svörum við spurningum Sigurðar Péturssonar, bæjarráðsmanns, um launamál Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra.


Sigurður Pétursson óskar eftir að frekari upplýsingar um laun bæjarstjóra og yfirlit um skuldir Ísafjarðarbæjar með tilvísun til tölvubréfs frá 24. mars sl., verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.  



15. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál lagt fram og bókað í trúnaðarmálabók bæjarráðs.



16. Starfshópur um grunnskólastarf á Flateyri. ? Tillögur og greinargerðir.  2008-09-0008.


Lagðar fram tillögur meirihluta starfshóps um grunnskólastarf á Flateyri.  Jafnframt er lögð fram greinargerð minnihluta starfshóps um grunnskólastarf á Flateyri dagsett 24. apríl 2009.


Bæði í tillögum meirihluta og greinargerð minnihluta er ekki mælt með að færa unglingastig á Flateyri í Grunnskólann á Ísafirði. 


En í greinargerð minnihluta er jafnframt bent á að kannaður verði betur sá möguleiki að samreka leikskóla og grunnskóla á Flateyri. Eins verði tekin skýr afstaða til þess við hvaða mörk í nemendafjölda skuli miðað ef upp koma á ný hugmyndir um færslu unglingastigs GÖ til GÍ.


Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir framlagðar tillögur og greinargerð.



17. Starfshópur um grunnskólastarf á Suðureyri. ? Greinargerð.  2008-09-0008.


Lögð fram greinargerð starfshóps um grunnskólastarf á Suðureyri dagsett 24. mars 2009.  Í greinargerðinni leggur starfshópurinn til að Grunnskólinn á Suðureyri verði áfram rekinn sem heildstæður grunnskóli með 10 árgöngum.


Bæjarráð þakkar fyrir greinargerð starfshópsins.


        


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  19:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?