Bæjarráð - 585. fundur - 25. ágúst 2008


Þetta var gert:



1. Bréf til bæjarráðs frá bæjarstjóra dags. 21.08.08 varðandi vinabæjarheimsókn frá Nanortalik og drög að nýjum vinabæjarsamningi. 2008-04-0127


Lagt var fram bréf dags. 21.08.08 og drög að vinabæjarsamning við Nanortalik frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Í bréfinu er greint frá fundi með fulltrúum Nanortalik og Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur menningarmálanefnd að hafa yfirumsjón með stefnumótun og samningsgerð fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



2. Bréf bæjarstjóra dags. 21.08.08 er varðar Stekkjargötu 29 og bótakröfu eigenda vegna vegalagningar í Hnífsdal. 2007-02-0142


Lagt var fram bréf dags 21.08.08 frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra. Í bréfinu er sagt frá bótakröfu frá eigendum hússins, sem barst í meðfylgjandi tölvupósti 19. Júlí 2008.


Bæjarráð samþykkir að bæjarlögmanni verði falið að vinna þetta mál áfram samkvæmt 33. gr. Skipulags- og byggingarlaga og kalla til matsmenn til að meta hvort verðmæti og notagildi Stekkjargötu 29 hafi rýrnað við framkvæmdirnar. Bréfið sent til umhverfisnefndar til kynningar.



3. Afrit af bréfi bæjarstjóra dags. 19.08.08 til samgönguráðherra og varðar millilandaflug frá Ísafjarðarflugvelli og viðskipti við Grænland. 2007-09-0017


Lagt fram afrit af bréfi dags. 19. ágúst sl. frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra til samgöngumálaráðherra. Í bréfinu er rakið mikilvægi þess að Ísafjarðarflugvöllur verði millilandaflugvöllur, m.t.t. sóknarfæra sem skapast með þjónustu við Grænland.


Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fer þess á leit við samgönguráðherra að málefni Ísafjarðarflugvallar sem millilandaflugvallar verði leyst nú þegar.



4. Samgöngumál.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á samgönguráðherra að vinna í samræmi við samþykkta samgöngustefnu Vestfirðinga sem að grunni til er samþykkt á fjórðungsþingi Vestfirðinga árið 1997 og hefur verið staðfest á síðari fjórðungsþingum. Stefnan er sú að leggja fullkominn heilsársveg um Djúp og Arnkötludal inn á þjóðveg nr. 1 og fullkominn heilsársveg um Barðastrandasýslu inn á þjóðveg nr. 1. Opna síðan fullkominn heilsársveg milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með göngum milli Dýrafjarðar og V-Barðastrandasýslu.


Þessi stefnumótun er að mestu leyti staðfest í gildandi samgönguáætlun Alþingis og í byggðaáætlun sem samþykkt er af Alþingi þar sem Ísafjörður er skilgreindur sem byggðakjarni fyrir Vestfirði.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar sér ekki ástæðu til þess að breyta þessari samþykkt að öðru leyti en því að mikil þörf er á því að hraða verkefnum mjög frá því sem nú er, þannig að þessari nauðsynlegu samgöngubót ljúki eigi síðar en árið 2011 með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og að í framhaldi komi fullkomin tenging úr Arnarfirði til byggða í V-Barðastrandasýslu. Ekki má draga þessar samgöngubætur lengur því fjölmörg verkefni til viðbótar bíða.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur þessa stefnu nýtast Vestfirðingum best við að tengja saman byggðirnar til aukinna viðskipta og samskipta af öllum toga. Þannig verði byggð best styrkt á Vestfjörðum.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00


Jón Halldór Oddsson


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?