Kallað eftir hugmyndum íbúa um framtíðarskipulag á Torfnesi

Starfshópur um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi hefur tekið til starfa. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að útbúa þarfagreiningu og tillögur að framtíðarskipulagningu og heildstæðri uppbyggingu íþróttamannvirkja á Torfnesi, sérstaklega hvað varðar líkamsrækt og sundlaugaraðstöðu. Einnig að gera tillögu til bæjarstjórnar um hönnun, byggingu, útboð og hugsanlega áfangaskiptingu verksins, ásamt rekstrar- og kostnaðaráætlun, á mögulega mismunandi útfærslum svæðisins.

Nefndin kallar eftir hugmyndum frá íbúum og er hægt að senda inn tillögur frá 14.-21. september 2020 á netfangið postur@isafjordur.is. Mögulega verður einhverjum sem senda inn hugmyndir boðið að kynna þær nánar fyrir nefndinni á fundi.