Framkvæmdir í Hafnarstræti

Mánudaginn næstkomandi munu verktakar vinna í Hafnarstræti, neðst við Bæjarbrekkuna.

Það á að fara fletta af gömlu malbiki og leggja nýtt og mun verktakinn hefja störf upp úr 8:00 þegar farið er að hægjast á umferð.

Eins og sést á myndinni mun vinna fara fram fyrir framan innkeyrsluna á Eyri og því verður einhver röskun á akstri um götuna, en reynt verður eftir fremsta megni að hafa allavega eina leið opna inn á Eyri yfir daginn.

Biðjum við ykkur að sýna skilning á þessu og vonandi verður röskunin sem minnst.