Framkvæmdaleyfi við Mjólkárvirkjun

Orkubú Vestfjarða hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna skurðar sunnan Grímsvatn og veitingu vatns í Borgarhviltarlæk á grunvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Ísafjarðarbær leggur fram til kynningar auglýsingu vegna framkvæmdaleyfis og úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í september 2017 og bendir á skipulagsuppdrætti og greinargerðir.

Gögn:
Auglýsing vegna framkvæmdaleyfis
Úrskurður Skipulagsstofnunar
Aðalskipulag - Mjólkárvirkjun
Deiliskipulag - Mjólkárvirkjun