Framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninga

Framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ, sem fram  eiga að fara laugardaginn 26. maí 2018, rennur út laugardaginn 5. maí n.k. kl. 12 á hádegi.

Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarstjórnar á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu að Hafnarstræti 1 Ísafirði, frá klukkan 11 til 12 og veita þar framboðslistum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann dag.

Kjörstjórnin mun á sama stað halda fund með umboðsmönnum framboðslista sunnudaginn 6. maí klukkan 13 til þess að úrskurða um framboð og  listabókstafi.

Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 21.- 23. gr. laga nr. 5/1998 með síðari breytingum, um kosningar til sveitarstjórna. Þar er mælt fyrir um form framboðslista, fjölda meðmælenda og umboðsmenn lista.

Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar