Aukin þjónusta á bæjarskrifstofum

Þjónusta á bæjarskrifstofum hefur nú verið aukin með því að afnema afmarkaða símatíma starfsfólks, sem hafa verið kl. 11-12 á virkum dögum. Í staðinn tekur starfsfólk símann þegar það er opið á skrifstofunum, frá kl. 10-12 og 12:30-15. Aðalnúmer Ísafjarðarbæjar er 450 8000.

Sé starfsmaður upptekinn þegar hringt er, er mælt með þvi að skilja eftir skilaboð hjá símaveri svo hægt sé að hafa samband til baka. Ef skilaboð liggja fyrir er miðað við að starsfólk hafi samband innan 48 tíma frá símtali.

Eins er hægt að panta viðtalstíma á velferðarsviði og umhverfis- og eignasviði. Viðtölin geta farið fram á skrifstofu eða í gegnum fjarfundabúnað. Tímapantanir fara fram í gegnum bókunarsíður:

Bókunarvefur velferðarsviðs

 Bókunarvefur umhverfis- og eignasviðs

Einnig er hægt að bóka viðtal með því að hringja í 450 8000.

Netföng og símanúmer deildarstjóra og forstöðumanna má finna á starfsmannalista.

Að lokum er bent á að alltaf má senda skeyti á postur@isafjordur.is ef ekki liggur fyrir hver skal taka við erindinu.