532. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 532. fundar fimmtudaginn 18. apríl kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á þegar útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdina í heild sinni.

3. Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila málsmeðferð á skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi í óbreyttri mynd, í samræmi við 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Seljalandsvegur 73, Ísafirði. Grenndarkynning - 2023120102
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á svölum við Seljalandsveg 73 á Ísafirði, en með uppfærðum uppdráttum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem komu fram í grenndarkynningu.

6. Hlíðarvegur 48 - stækkkun lóðar - 2019080025
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki sækkun lóðar við Hlíðarveg 48 á Ísafirði skv. mæliblaði tæknideildar dags. 2. apríl 2024.

7. Grundarstígur 21, Flateyri. Lóðarleigusamningur - 2024040021
Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina að Grundarstíg 21, Flateyri í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 2. apríl 2024.

8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2024040018
Tillaga frá 1280. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 15. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á launaáætlun.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 218.188 og hækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.000.000,-. í 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.

9. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - breyting 16. gr. 2024 - 2024020165
Tillaga frá 145. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 1279 - 2404005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1279. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 8. apríl 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.

11. Bæjarráð - 1280 - 2404012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1280. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 15. apríl 2024.
Fundargerðin er í 15 liðum.

12. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 - 2403015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 628. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024.
Fundargerðin er í 17 liðum.

13. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 3 - 2403028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. apríl 2024.
Fundargerðin er í einum lið.

14. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 145 - 2404010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. apríl 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.