482. fundur bæjarstjórnar

482. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 21. október 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina hljóðútsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013
Tillaga frá 1170. fundi bæjarráðs, sem fram fór 4. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki tillögu um um að útsvar ársins 2022 verði óbreytt frá árinu 2021, eða 14,52%.

2. Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Bæjarráð vísar gjaldskrám 2022 til samþykktar í bæjarstjórn.

3. Launakjör kjörstjórna - 2021100066
Tillaga frá 1172. fundi bæjarráðs, sem fram fór 18. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki tillögur skv. minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2021, um breytingar launa fulltrúa í kjörstjórnum, þannig að frá og með árinu 2022 verði greitt eftir launaflokkum 122 og 133.

4. Reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2021100028
Tillaga frá 433. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 14. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðir til kynningar

5. Bæjarráð - 1172 - 2110013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1172. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. október 2021.
Fundargerðin er í 23 liðum.

6. Fræðslunefnd - 433 - 2110006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 433. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 14. október 2021.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

7. Hafnarstjórn - 225 - 2110002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 225. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 18. október 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.