471. fundur bæjarstjórnar

471. bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 17, í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsi.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101
Tillaga frá 1141. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 15. febrúar 2021 um að bæjarstjórn yrði kynnt tillaga að friðlýsingarskilmálum fyrir þjóðgarð á Vestfjörðum, unnin af starfshóp um stofnun þjóðgarðs, þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs til auglýsingar skilmálanna í samræmi við lög.

2. Sala á íbúðum á Hlíf I - 2021010059
Mál sett á dagskrá að beiðni forseta bæjarstjórnar.
Tillaga fulltrúa framsóknar- og sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn er sú að leggja til að setja áform um sölu íbúða á Hlíf, mál sem tekið hefur verið fyrir á fundi bæjarráðs, á ís. Ljóst er að áformin hafa valdið nokkrum titringi og því mikilvægt að staldra við. Ekki hafi verið ætlunin að valda íbúum áhyggjum. Rétt er að minna á, eins og fram kom í bréfi til íbúa, að þrátt fyrir söluhugleiðingar sveitarfélagsins var ætlunin að tryggja áfram búsetu íbúa og halda þjónustu sveitarfélagsins óbreyttri í húsinu. Markmiðið með sölunni var að lækka skuldir svo að hægt sé að sækja fram og bæta þjónustu, m.a. við eldri borgara.

3. Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018
Tillaga frá 1141. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. febrúar 2021, um breytingar á Samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 12. febrúar 2021.
Lagt er fram til síðari umræðu breytingar á 9., 10., 14., 17-21., 24., 27, 29., 30., 32., 37., 38., 39., 47., 49., og 62. gr. samþykkta í samræmi við greinargerð, dags. 1. september 2020, að teknu tilliti til breytinga milli umræðna, sbr. greinargerð dags. 12. febrúar 2021, á 14. og 47. gr. samþykktanna. Með þessu eru lagðar fram breyttar samþykktir um stjórn, uppfærðar í samræmi við breytingatillögur til síðari umræðu.
Þá er lagt fram til fyrri umræðu breytingar á 16. og 36. gr. samþykkta, auk þess sem lagt til að nýtt ákvæði 37. gr. verði sett inn og síðari ákvæði fái nýtt númer til samræmis, sbr. uppfærða greinargerð, dags. 15. febrúar 2021.

4. Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagi Botnsvirkjunar og Hvallátursvirkjunnar skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir þó á að svæðið er undir friðlýsingu frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem og hverfisvernd í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og því er ekki samræmi milli áforma og aðalskipulags.
Beiðninni um breytingu á aðalskipulagi er vísað inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

5. Staðfesting landamerkja - 2021020013
Tillaga frá 553. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. febrúar 2021 um að bæjarstjórn staðfesti landamerki jarðanna Kirkjubóls í Korpudal, Tanness, Betaníu, Mosvalla, Kirkjubóls í Bjarnadal, Vífilsmýri, Seljalands, Veðrár 2, Veðrár-innri.

6. Hóll á Hvilfarströnd - vatnsveita - 2021020049
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki umsögn Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, varðandi fyrirhugaða vatnsveitu að Hóli á Hvilftarströnd.

Fundargerðir til kynningar 

8. Bæjarráð - 1141 - 2102013F
Fundargerð 1141. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 13 liðum.

7. Bæjarráð - 1140 - 2102006F
Fundargerð 1140. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

9. Hafnarstjórn - 218 - 2102009F
Fundargerð 218. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 9. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sjö liðum.

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 553 - 2101030F
Fundargerð 553. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

11. Velferðarnefnd - 456 - 2102004F
Fundargerð 456. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 12. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

12. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 174 - 2008005F
Fundargerð 174. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

13. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 175 - 2008016F
Fundargerð 175. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 18. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

14. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 176 - 2009026F
Fundargerð 176. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 29. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

15. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 177 - 2010003F
Fundargerð 177. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 6. október 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

16. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 178 - 2010008F
Fundargerð 178. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 8. október 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

17. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 179 - 2010025F
Fundargerð 179. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 20. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

18. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 180 - 2012015F
Fundargerð 180. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 18. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

19. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 181 - 2101019F
Fundargerð 181. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 3. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.