425. fundur bæjarstjórnar

425. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 1. nóvember 2018 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.  

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2008-2020, Naustahvilft. - 2016100047

 

Tillaga 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. október sl., um að heimila að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. okt. 2018 verði auglýst skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Alta frá því í október 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.  

Tunguskógur 39 - Umsókn um lóðaleigusamning - 2018100053

 

Tillaga 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. október sl., um að gerður verði lóðaleigusamningur vegna sumarbústaðar við Tunguskóg 39, Ísafirði.

 

   

3.  

Reglur um sölu á lausafé - 2018100029

 

Tillaga 1036. fundar bæjarráðs frá 29. október sl., um að samþykkja drög að reglum um sölu á lausafé.

 

   

4.  

Samþykkt um sorpmál - 2018080026

 

Á umhverfis- og framkvæmdanefndarfundi 31. október 2018 verður lagðar fram tillögur heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis varðandi samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ við tillögur að samþykktum sem samþykktar voru á 119. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Tillaga frá fundinum verður send bæjarfulltrúum um leið og hún liggur fyrir.

 

   

Fundargerðir til kynningar

5.  

Bæjarráð - 1036 - 1810022F

 

Fundargerð 1036. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. október sl. Fundargerðin er í 12 liðum.

 

   

6.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 507 - 1810012F

 

Fundargerð 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 30. október 2018

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.