Sumarlestur á Bókasafninu

Bókasafnið verður með sumarlestur fyrir börn í 1. - 6. bekk. Til að vera með koma börnin á Bókasafnið með skírteinið sitt, fá bækur að láni og lestrarbækling. Miði fer í lukkupott fyrir hverja lesna bók og verður dregið um bókavinning hálfsmánaðarlega auk þess sem við verðum með uppskeruhátíð í lok sumars. Öll börn sem hafa tekið þátt og mæta fá glaðning. Starfsfólk okkar aðstoðar við að finna bækur, en við hvetjum foreldra til koma með börnum sínum á Bókasafnið.

Sumarlesturinn stendur yfir 28. maí – 18. ágúst.

Var efnið á síðunni hjálplegt?