Gönguleið að Klofningi löguð og stikuð

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Göngufólk sækir nokkuð í að ganga niður að Klofningi sem er klofinn berggangur í norðanverðum Önundarfirði. Nú hefur leiðin að Klofningi verið stórbætt og gerð öruggari með því að stika hana, merkja með skilti og laga slóðann á þeim stöðum þar sem hætta var á að fólki skrikaði fótur. 

Verkefnið hlaut styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022 og fólst í að gera náttúrustíg um 300 metra frá vegi niður að Klofningi, setja skilti við upphaf gönguleiðarinnar og stika leiðina.