Leiklistarhópur Halldóru – leiklistarnámskeið

Leiklistarhópur Halldóru verður með sitt árlega sumarnámskeið fyrir börn fædd 2005-2013. Námskeiðin verða haldin í Salem, Fjarðarstræti 24 á Ísafirði. 

Þrenns konar námskeið verða í boði:

  1. Söngleikjanámskeið fyrir 7-12 ára börn (fædd 2008-2013) í fimm daga, frá kl. 9-15. Þar verður æft leikrit, farið í allskonar leiki, hópefli og svo verða tvö söngleikjanúmer með söng og dansi. Börnin þurfa að koma með tvöfalt nesti og klædd í þægilegan fatnað.
    Tímabil í boði: 
    15.-19. júní, 22.-26. júní, 20.-24. júlí, 27.-31. júlí og 10.-14. ágúst.
  2. Söngleikjanámskeið fyrir 11-15 ára börn (fædd 2005-2009) verður 20.-31. júlí frá kl. 16-19. Þar verður æft leikrit, farið í allskonar leiki, dansað og boðið upp á bæði hóp- og einsöng. Börnin mega koma með nesti og það verður ein pása á dag.
  3. Morðgátunámskeið fyrir 11-15 ára börn (fædd 2005-2009) verður 15.-26. júní frá kl. 16-19. Þar verður æft leikrit sem breytist frá degi til dags, farið í allskonar spuna- og rannsóknarleiki, hópefli og krakkarnir ráða sjálfir hvernig leikritið endar. Börnin mega koma með nesti og það verður ein pása á dag.

Öll námskeiðin enda á leiksýningu fyrir aðstandendur. Verð fyrir eitt námskeið er 15.000 kr. og svo er bæði systkina- og magnafsláttur. Þar sem það er frí 17. júní kostar 12.000 kr. á söngleikjanámskeiðið þá vikuna.

Kennarar og umsjónarmenn eru Halldóra Jónasdóttir og Íris Embla Stefánsdóttir sem hafa séð um námskeiðin undanfarin ár.

Takmarkað pláss er í boði. Tilgreina verður hvaða námskeið og tímabil á að skrá barnið.

Nánari upplýsingar og skráning: doruleiklist@gmail.com

Var efnið á síðunni hjálplegt?