Körfuknattleiksdeild Vestra

Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar að vanda. Boðið verður uppá hinar árlegu körfuboltabúðir Vestra, sumarnámskeið fyrir yngstu krakkana og sumaræfingar fyrir eldri iðkendur.

Körfuboltabúðir Vestra

Elleftu Körfuboltabúðir Vestra verða á Torfnesi 4. - 9. júní en þær eru ætlaðar 11-16 ára iðkendum (f. 2003-2008). Um er að ræða einar bestu körfuboltabúðir sinnar tegundar, jafnt innan lands sem utan. Enn eru laus pláss í búðirnar og hægt að skrá sig hér. Samhliða þeim verður boðið upp á svokallaðar „grunnbúðir“ fyrir börn fædd 2009-2012 . Æft er í klukkustund á dag eftir hádegi og síðasta daginn er endað á heimsókn í stóru búðirnar á Torfnesi. Búðagjaldið er 5.000 krónur. Frekari upplýsingar um grunnbúðirnar, skráningu og tímasetningu æfinga veitir Birna Lárusdóttir á netfanginu bil@snerpa.is.

Sumarnámskeið í körfu fyrir þau yngstu

Boðið verður upp á tvö sumarnámskeið fyrir börn fædd 2009 - 2012 og fara þau fram í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Fyrra námskeiðið:           18.-21. júní e.h.                               90 mínútur á dag

Seinna námskeiðið:        12.-16. ágúst f.h.             60 mínútur á dag

 

Námskeiðin eru sniðin jafnt að þörfum byrjenda sem þeirra sem komnir eru með dálítinn grunn í körfu. Hvort námskeið fyrir sig kostar 5.000 krónur og greiðist við upphaf námskeiðs. Skráning og upplýsingar um nánari tímasetningar hjá Yngva Páli Gunnlaugssyni, yfirþjálfara kkd. Vestra á netfanginu yngvipall@gmail.com.

Sumaræfingar fyrir eldri iðkendur í körfu

Sumaræfingar fyrir eldri iðkendur sem fæddir eru 2008 og verða sem fyrr tvískiptar:

Fyrri hluti sumars:  11. júní -5. júlí

Seinni hluti sumars: 6. ágúst - fram að gildistöku vetraræfingatöflu í byrjun september.

Nánari tímasetningar fyrir æfingar einstakra hópa verða auglýstar á heimasíðu Vestra sem og í facebook-hópum félagsins.

Allar frekari upplýsingar um starfsemi körfunnar má nálgast á heimasíðu Vestra: www.vestri.is eða á facebook síðu yngri flokka deildarinnar: „Vestri - Körfuknattleiksdeild - yngri flokkar“. Einnig er velkomið að senda allar fyrirspurnir til Birnu Lárusdóttur og Yngva Páls Gunnlaugssonar sem nefnd eru hér fyrir ofan.

Var efnið á síðunni hjálplegt?