Íþróttir og tómstundir sumarið 2019

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og fullorðna í Ísafjarðarbæ sumarið 2019. Eins og gefur að skilja eru félög og hópar misfljótir að skila inn upplýsingum, svo þessi síða verður uppfærð reglulega.

Knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrnudeild Vestra byrjar fótboltasumarið fimmtudaginn 6.júní. Æfingar eru fyrir allan aldur frá næstelsta ári í leikskóla og upp úr, frá 8. flokki og upp í 3 flokk.

Skoða Knattspyrnudeild Vestra nánar

Körfuknattleiksdeild Vestra

Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar að vanda. Boðið verður uppá hinar árlegu körfuboltabúðir Vestra, sumarnámskeið fyrir yngstu krakkana og sumaræfingar fyrir eldri iðkendur.

Skoða Körfuknattleiksdeild Vestra nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?