Íþróttir og tómstundir sumarið 2019

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og fullorðna í Ísafjarðarbæ sumarið 2019. Eins og gefur að skilja eru félög og hópar misfljótir að skila inn upplýsingum, svo þessi síða verður uppfærð reglulega.

Íþrótta- og leikjanámskeið HSV

Í júní býður HSV upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 1.-2. bekk í grunnskóla auk þess sem boðið verður upp á íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 3.-4. bekk.

Skoða Íþrótta- og leikjanámskeið HSV nánar

Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær starfrækir Vinnuskóla fyrir efstu bekki grunnskóla. Reynt er að starfrækja skólann í öllum byggðakjörnum en ef erfitt er vegna fámennis að halda úti vinnuflokki geta börnin þurft að sækja vinnu annað þó reynt sé að haga störfum þannig að flestir geti unnið nálægt heimili sínu.

Skoða Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar nánar

Sumarlestur á Bókasafninu

Bókasafnið verður með sumarlestur fyrir börn í 1. - 6. bekk. Til að vera með koma börnin á Bókasafnið með skírteinið sitt, fá bækur að láni og lestrarbækling. Miði fer í lukkupott fyrir hverja lesna bók og verður dregið um bókavinning hálfsmánaðarlega auk þess sem við verðum með uppskeruhátíð í lok sumars. 

Skoða Sumarlestur á Bókasafninu nánar

Knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrnudeild Vestra byrjar fótboltasumarið fimmtudaginn 6.júní. Æfingar eru fyrir allan aldur frá næstelsta ári í leikskóla og upp úr, frá 8. flokki og upp í 3 flokk.

Skoða Knattspyrnudeild Vestra nánar

Körfuknattleiksdeild Vestra

Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar að vanda. Boðið verður uppá hinar árlegu körfuboltabúðir Vestra, sumarnámskeið fyrir yngstu krakkana og sumaræfingar fyrir eldri iðkendur.

Skoða Körfuknattleiksdeild Vestra nánar

Leiklistanámskeið

Fimm daga leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára verður haldið í barnaskólanum í Hnífidal vikurnar 8. - 12. júlí, 15. - 19. júlí og 22. - 26. júlí. Nánari upplýsingar og skráning í gegnum doraleiklist@gmail.com.

Skoða Leiklistanámskeið nánar

Barna- og unglinganámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar

Golfklúbbur Ísafjarðar mun í sumar bjóða upp á golfnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 7 - 12 ára. námskeiðið verður með öðru sniði en áður, en nú verður kennt í tveimur lotum sem munu báðar enda á golfskemmtun og grilli.

 

Skoða Barna- og unglinganámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar nánar

Tungumálatöfrar

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5. - 10. ágúst 2019. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi.

Skoða Tungumálatöfrar nánar

Leikjanámskeið Grettis á Flateyri

Íþróttafélagið Grettir á Flateyri stendur fyrir leikjanámskeiði dagana 14. -29. júní í sumar, alla virka daga frá kl 10:00 – 14:00. Námskeiðið er fjölbreytt, farið verður í sund, gönguferðir, leiki og ýmislegt skemmtilegt gert sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

Skoða Leikjanámskeið Grettis á Flateyri nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?