Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar - Almennur flokkstjóri

Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða umhverfið í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir ábyrgðarfullum flokkstjórum til starfa á Ísafirði og Þingeyri. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf til þriggja mánaða.  Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð: Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd. Flokkstjóri ber ábyrgð á tímaskýrslum og skilum á vinnuskólamati um nemendur.

Hæfnikröfur: Þarf að vera orðinn tuttugu ára. Hann þarf að vera nemendum fyrirmynd í heilbrigðum lífsstíl og vera góður í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Flokkstjóri þarf að hafa bílpróf.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við VerkVest/FOSVest. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva María Einarsdóttir í síma 450-8052 eða um netfangið evaei@isafjordur.is. Umsóknir með ferilskrá sendist á netfangið felagsmidstod@isafjordur.is, merktar „Almennur flokkstjóri“.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?