Velferðarsvið - Félagsleg heimaþjónusta

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða tímavinnu og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Félagsleg heimaþjónusta hefur að markmiði að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili, við sem eðlilegastar aðstæður. Næsti yfirmaður er forstöðumaður stoðþjónustu.

Meginverkefni

  • Aðstoð við heimilishald
  • Félagslegur stuðningur
  • Samskipti við þjónustuþega

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Frumkvæði og drift
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Bílpróf og bíll til afnota

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknir skulu skilast til Hafdísar Gunnarsdóttur forstöðumanns stoðþjónustu á netfangið hafdisgu@isafjordur.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2018.

Nánari upplýsingar veitir Hafdís í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?