Grunnskólinn á Ísafirði – tímabundin störf kennara

Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir tvö tímabundin störf kennara laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf kennara í tæknimennt og 40% starf leiklistar- eða myndmenntakennara frá miðjum janúar 2020 til 31. desember 2020. Viðkomandi koma til með að starfa samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Kennarar vinna að uppeldi og menntun grunnskólabarna.

Grunnskólinn á Ísafirði er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 380 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og verið þátttakandi í vinaliðaverkefninu. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins.

Menntunar og hæfnikröfur

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum
  • Skipulagsfærni og nákvæmni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Samviskusemi, stundvísi og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta
  • Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur skólastjóra á netfangið sveinfridurve@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2019.

Allar nánari upplýsingar veitir Sveinfríður Olga í síma 450-8300 eða í gegnum fyrrgreindan tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?