Sumarstörf í garðyrkjudeild Ísafjarðarbæjar

Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir starfsmönnum til sumarstarfa í garðyrkjudeild. Um er að ræða 100% starf við skemmtilega útivinnu á tímabilinu 14. maí til 16. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er garðyrkjufulltrúi. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019.

Helstu verkefni:

  • Gróðursetning
  • Umhirða opinna svæða
  • Sláttur
  • Illgresishreinsun
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur: Leitað er eftir starfsfólki 18 ára og eldra sem hefur áhuga á útivinnu við garðyrkju. Viðkomandi þarf að vera stundvís og hafa jákvætt viðhorf til vinnunnar. Kostur er ef viðkomandi hefur bílpróf.

Daglegur vinnutími er frá 08:00 – 16:10 og launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Ásta Hauksdóttir garðyrkjufulltrúi í síma 450-8000, einnig má senda fyrirspurnir á matthildurha@isafjordur.is. Umsóknum skal skilað til Matthildar á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?