Menntaskólinn á Ísafirði – Bókasafns- og skjalavörður

Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir lausa til umsóknar 60% stöðu bókasafns- og skjalavarðar

Markmið starfs

Bókasafns - og skjalavörður veitir forstöðu bókasafni skólans. Hann stýrir þjónustu safnsins, hefur umsjón með safnkosti skólans og skráningu á honum. Hann er verkefnastjóri skjalavörslu skólans samkvæmt starfslýsingu.

Kröfur um hæfni bókasafns- og skjalavarðar

Umsækjandi skal hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt er að menntun hans sé á sviði bókasafns- og upplýsingafræði. Góð tölvukunnátta, íslensku- og enskukunnátta. Hann skal hafa góða skipulagshæfni, vera lipur í samskiptum og hafa ríka þjónustulund.

Ábyrgð og helstu verkefni bókasafns- og skjalavarðar:

  • hefur umsjón með daglegum rekstri og umsjón bókasafns í samráði við skólameistara og fjármálastjóra
  • annast útlán, afgreiðslu og skráningu safnkosts, val og innkaup
  • leiðbeinir nemendum og kennurum um notkun safnsins og við upplýsingaöflun
  • sinnir verkefnastjórnun skjalavörslu samkvæmt starfslýsingu
  • vinnur skjalavistunaráætlun MÍ sem afhendingarskyldur aðili skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum.

Skólinn getur boðið íbúð á góðum kjörum.

Skriflegar umsóknir, ásamt prófskírteinum og upplýsingum um nám og fyrri störf skulu berast til skólameistara á netfangið jon@misa.is eigi síðar en 1. nóvember 2020. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný.

Á heimasíðunni http://misa.is er að finna upplýsingar um skólann og starfsemi hans en nánari upplýsingar um starfið gefa Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari í síma 896 4636.

Menntaskólanum á Ísafirði,
Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari

Var efnið á síðunni hjálplegt?