Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - bókhalds- og launafulltrúi

Sjálfstæður og jákvæður einstaklingur óskast til að sinna 80-100% starfi í fjármáladeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Starfsmaður verður hluti af öflugu teymi sem starfar í nánu samstarfi við aðrar deildir og leitum við að einstakling sem er skipulagður í vinnubrögðum, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á sjúkra-, heilsugæslu- og hjúkrunarsviði. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum, sem meðal annars sást í að stofnunin var hástökkvari stórra stofnana í könnun um stofnun ársins árið 2019. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fjölbreytt bókhalds- og skrifstofustörf
  • Launavinnsla 
  • Skjalavinnsla og frágangur gagna
  • Þátttaka í öðrum verkefnum fjármáladeildar

Hæfnikröfur

  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi 
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á Excel
  • Reynsla af Orra fjárhagskerfi ríkisins er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum hafa gert.

Umsóknarfrestur er til 21. október 2019 og æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf sem fyrst en er þó samningsatriði. 

Umsóknum er skilað rafrænt á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80 - 100%

Nánari upplýsingar veitir Hrannar Örn Hrannarsson - hrannar@hvest.is - 4504500

Var efnið á síðunni hjálplegt?