Grunnskólinn á Suðureyri – Grunnskólakennari og íþróttakennari

Laust er til umsóknar við Grunnskólann á Suðureyri 70-100% starf umsjónarkennara á miðstigi við ýmsar kennslugreinar. Að auki vantar íþróttakennara til að sinna þremur stundum á viku í sundkennslu. Í dag eru nemendur Grunnskóla Suðureyrar rúmlega 40. Einkunnarorð skólans eru ástundun, árangur og ánægja. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2020.

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Jónu Benediktsdóttur skólastjóra á netfangið jonab@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2020. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Allar nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 450-8395 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?