Félagsleg heimaþjónusta á Suðureyri

Félagsleg heimaþjónusta á Suðureyri

 

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf í félagslegri heimaþjónustu á Suðureyri frá 1. febrúar. Um er að ræða tímavinnu. Félagsleg heimaþjónusta hefur að markmiði að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili, við sem eðlilegastar aðstæður. Næsti yfirmaður er forstöðumaður heimaþjónustu.

 

 

Meginverkefni

  • Aðstoð við heimilishald
  • Aðstoð við eigin umsjá
  • Félagslegur stuðningur
  • Samskipti við þjónustuþega

 

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Frumkvæði og drift
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Bílpróf og bíll til afnota

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknir skulu skilast til Sædísar Maríu Jónatansdóttur deildarstjóra í félagsþjónustu á netfangið saedis@isafjordur.is eða velferðarsviði. Umsóknarfrestur er til og með 23 janúar 2018.

Nánari upplýsingar veitir Sædís í síma 450-8000.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?