Eldvarnareftirlitsmaður – Slökkvilið Ísafjarðarbæjar

Eldvarnareftirlitsmaður – Slökkvilið Ísafjarðarbæjar 

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf eldvarnareftirlitsmanns. Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars 2018 eða eftir nánara samkomulagi.

Eldvarnareftirlitsmaður er staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru aðstoðarslökkviliðsstjóra og annast björgunarstörf og eldvarnareftirlit. Eldvarnareftirlitsmaður heyrir undir slökkviliðsstjóra.

Helstu verkefni

 • Annast smærra viðhald húsa, tækja og búnaðar slökkviliðsins
 • Annast fræðslu um brunamál og brunavarnir í skólum og meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem þess óska
 • Annast stjórn aðgerða á vettvangi, í fjarveru slökkviliðsstjóra
 • Er vettvangsstjóri almannavarna í fjarveru slökkviliðsstjóra og annast þá samskipti við björgunarsveitir fyrir hönd almannavarna bæjarins
 • Annast sjúkraflutninga
 • Starfar skv. samþykkt um Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og fyrirmælum slökkviliðsstjóra
 • Annast reglulega skoðun á brunavörnum í fyrirtækjum bæjarins, gerir tillögur um úrbætur og hefur eftirlit með því að nauðsynlegar úrbætur séu framkvæmdar
 • Annast viðhald slökkvitækja og hleðslur þeirra, fyrir heimahús og fyrirtæki

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Löggild réttindi sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
 • Vettvangsstjórnunarnámskeið og námskeið í eldvarnareftirliti
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni og nákvæmni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Rík þjónustulund og sveigjanleiki
 • Hæfni til að tjá sig bæði í ræðu og riti á íslensku

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.  

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2018. Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, í síma 450-8200 eða í gegnum tölvupóst á tobbi@isafjordur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?