Byggðasafn Vestfjarða – Gæslumaður, sumarstarf

Byggðasafn Vestfjarða auglýsir eftir gæslumanni í Turnhúsið, í 100% starf tímabilið frá byrjun maí fram til 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2019.

Helstu verkefni:

  • Almenn afgreiðsla inn í safnið og úr safnaversluninni.
  • Yfirseta á safni.
  • Fylgist með að gestir snerti ekki sýningarmuni.
  • Veitir upplýsingar um sýningar safnsins og safnasvæðið.
  • Hjálpar til við að setja upp nýja muni á sýningar safnsins.
  • Hjálpar til í geymslum safnsins eftir þörfum.
  • Sér um þrif á sýningarsölum safnsins.

Hæfnikröfur:

Leitað er eftir starfsmanni, 19 ára eða eldri, sem hefur áhuga á söfnum og sögu staðarins. Starfsmaðurinn þarf að tala ensku nokkuð vel og vera tilbúin að vinna um helgar og á almennum frídögum. Viðkomandi þarf að vera stundvís og hafa jákvætt viðhorf til vinnunnar.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Þórsdóttir, starfandi forstöðumaður Byggðasafnsins í síma 456-3291 eða í gegnum tölvupóst á helgath@isafjordur.is

Umsóknir skulu sendar til Helgu Þórsdóttur á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?