Blábankinn á Þingeyri – hlutastarfsmaður

Blábankinn á Þingeyri auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar/þjónustuaðila. Um er að ræða 25% tímabundið starf frá 15. nóvember 2020 til 31. ágúst 2021, með möguleika á framlengingu. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2020.

Blábankinn býður uppá fjölbreytta þjónustu á Þingeyri. Blábankinn er samstarfsverkefni einkaaðila, ríkis og sveitarfélaga, þar sem leitast er við að skapa grundvöll sem sameinar opinber og einkaverkefni í eitt.

Vinnutími dags er sveigjanlegur og hagræðist í samstarfi við Blábankann. Æskilegt er að viðkomandi geti unnið 1-4 kvöldstundir í mánuði.

Meginverkefni

 • Þátttaka í verkefnum Blábankans
 • Taka við erindum og koma í réttan farveg
 • Sinna viðhaldi og endurbótum á húsnæði, þrifum húsnæðis og umhirðu að utan og innan.
 • Önnur verkefni í samstarfi við forstöðumann Blábankans

Hæfniskröfur

 • Gott vald á íslenskri tungu, enskukunnátta kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skipulagshæfni og sveigjanleiki
 • Handlagni
 • Góð almenn tölvuþekking
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Bílpróf og bíll til afnota kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag, FosVest/VerkVest.

Umsóknir skulu sendar til Valdísar Evu Hjaltadóttur á netfangið info@blabankinn.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Valdís, í síma 698 1449 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?