Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Forstöðumaður hæfingarstöðvarinnar Hvestu og skammtímavistunar

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 80% starf forstöðumanns hæfingarstöðvarinnar Hvestu og skammtímavistunar. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf þann 15. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða afar fjölbreytt, áhugavert og gefandi starf í dagvinnu þar sem vinnutími er nokkuð sveigjanlegur.

Leitað er að kröftugum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum og sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í hópi, ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur. Næsti yfirmaður er deildarstjóri málefna fatlaðra á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.

Meginverkefni

  • Vinnur einstaklingsáætlanir fyrir notendur í samstarfi við þá.
  • Skipuleggur og heldur utan um hæfingu og iðju fyrir notendur.
  • Skipuleggur þjónustu í skammtímavistun.
  • Sér um að þjónustunotendur eigi innihaldsríkt líf og möguleika á að eflast hvað varðar sjálfstæði og færni til virkrar þátttöku og fái til þess viðeigandi stuðning og/eða þjálfun
  • Gerð launa-, rekstrar- og starfsáætlana þjónustueiningarinnar og eftirfylgni þeirra auk ársskýrslu fyrir Hvestu og skammtímavistun.
  • Starfsmannamál og mannaráðningar
  • Sér um daglegan rekstur þjónustueiningarinnar s.s. bókhald, innkaup, eðlilegt viðhald á húsbúnaði og fasteign
  • Sér til þess að verkefni fyrir notendur séu við hæfi og þau séu fjölbreytileg
  • Er í góðri samvinnu við aðra forstöðumenn í málefnum fatlaðra.

Menntun og hæfniskröfur

  • Þroskaþjálfanám, iðjuþjálfanám eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðra
  • Reynsla og þekking á stjórnun æskileg
  • Frumkvæði, drift og skipulagshæfni
  • Sveigjanleiki, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta og tjáning í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Bílpróf

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022. Umsóknir, ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum, skulu sendar til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra á velferðarsviði, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst; thoraar@isafjordur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?