Sundkennari – Grunnskólinn á Suðureyri og Grunnskóli Önundarfjarðar

Grunnskólarnir á Suðureyri og Flateyri óska eftir kennara til að taka að sér sundkennslu frá 22. ágúst 2022. Um er að ræða þrjár kennslustundir á Suðureyri og eina kennslustund á Flateyri. Útfærsla og skipulagning kennslunnar fer fram með samráði skólanna og viðkomandi kennara.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Sérmenntun íþróttakennara
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Hrannar Garðarsdóttur skólastjóra Grunnskólans á Suðureyri á netfangið hronng@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2022. Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn í síma 450-8390 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?