Akstur ferlibíls – Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf við akstur ferlibíls. Um er að ræða starf við akstur aldraðra og fatlaðra milli staða, ásamt tilfallandi útaksturs á hádegismat til þjónustuþega milli kl. 11-12 virka daga og stöku helgar. Starfið er ótímabundið og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi sem býr jafnframt yfir góðum líkamlegum styrk.

Meginverkefni

 • Akstur þjónustuþega milli staða
 • Samskipti við þjónustuþega
 • Umsjón með þrifum og viðhaldi bifreiðar
 • Tilfallandi útkeyrsla matar til þjónustuþega
 • Skráningar ferða og utanumhald

Hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um meirapróf (BFF réttindi)
 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni og sveigjanleiki
 • Rík þjónustulund og árvekni
 • Gott líkamlegt ástand
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagsfærni
 • Reynsla af starfi með öldruðum og/eða fötluðum er kostur
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/VerkVest).

Umsóknum skal skilað á netfangið harpast@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Harpa Stefánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2024. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?