Starfshópur um endurskoðun sorpmála - 1. fundur - 22. september 2008

Svanlaug Guðnadóttir kallaði starfshópinn saman.


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Vernharður Jósefsson og Ralf Trylla. Ásthildur C. Þórðardóttir mætti ekki. Sigurður Mar Óskarsson ritaði fundargerð.



1. Erindisbréf. 2008-06-0054


Formaður setti fundinn og fór yfir erindisbréf starfshópsins dags. 3.september 2008.


? Starfshópurinn heyrir beint undir bæjarstjórn.


? Kjörnir fulltrúar í starfshópnum eru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Ásthildur C. Þórðardóttir. Forstöðumaður Funa og umhverfisfulltrúi starfa með starfshópnum. Bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur hafa seturétt á fundum með málfrelsi og tillögurétt.


? Hlutverk starfshópsins er skilgreint í 11 liðum í erindisbréfinu.



2. Ástandsmat Funa.


Rætt um ástand Funa og hvað helst hefur verið gert og ekki gert  í viðhaldi og endurbótum á liðnum árum.


Stöðvarstjóra Funa falið að taka saman gögn.



3. Sorphirða og rekstur Funa.


Rætt um rekstur Funa og annað því tengt, s.s. magn sorps og hvernig því er ráðstafað til brennslu, urðunar og endurvinnslu.


Stöðvarstjóra Funa falið að taka saman gögn.



4. Samningar varðandi sorphirðu, rekstur urðunarstaðar á Klofningi og orkusölu til OV.


Rætt um þá samninga sem í gildi eru og hvernig gangi að framfylgja þeim.


Stöðvarstjóra Funa falið að taka saman gögn um gildandi samninga.



5. Úrvinnslusjóður og hlutverk hans.


Rætt um hlutverk Úrvinnslusjóðs og hvernig aðkoma hans er að förgun skilagjaldsbundins úrgangs. Vernharður greindi frá samskiptum við sjóðinn og að hvaða málum hann hefur komið.


Starfshópurinn stefnir á fund með fulltrúa Úrvinnslusjóðs. Fundartími verður kynntur síðar.



6. Rekstrartölur fyrir sorphirðu og förgun undangengin ár.


Rætt um kostnaðartölur og álögð gjöld.


Formaður aflar upplýsinga hjá fjármálastjóra.



7. Umhverfisfulltrúi.


Umhverfisfulltrúi sýndi hugmyndir sem hann hefur varðandi minnkun sorps og endurvinnslu.



8. Næsti fundur.


Næsti fundur verður haldinn í Funa þriðjudaginn 30. september kl. 13.00


Fleira ekki gert..  Fundi slitið kl. 16:30


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Vernharður Jósefsson


Sigurður Mar Óskarsson.


Ralf Trylla



Er hægt að bæta efnið á síðunni?