Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458. fundur - 8. júní 2016

 Dagskrá:

1.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Verkís óskar eftir því við skipulags- og mannvirkjanefnd, að matslýsingar vegna deiliskipulagsgerðar á munnasvæðum Dýrafjarðarganga. Annarsvegar Rauðsstaði og hinsvegar Dranga verði teknar fyrir að nýju. Ásamt því að nefndin afgreiði umsagnir sem bárust á auglýsingartíma sem var frá 18. maí til 1.júní.

 

Umsagnir bárust frá fjórum stofnunum, skipulagsfulltrúa falið að vinna úr þeim skv. umræðu á fundi. Um minniháttar athugasemdir var að ræða og telur Skipulags- og mannvirkjanefnd að þær hafi ekki áhrif á innihald tillögunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu og greinargerð verði auglýst skv. 41. gr laga nr. 123/2010.

 

   

2.  

Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB-Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22.apríl til 3. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma. Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að óska heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa Aðalskipulagsbreytingu skv. 36. gr. laga nr. 123/2010.

 

   

3.  

Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

 

Bæjarstórn Ísafjarðar samþykkti að auglýsa Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignum ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 22.apríl til 03. júní 2016 þar sem hagsmunaaðilum gefinn var kostur á koma athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta breytingartillögu á auglýsingartíma.Óskað er eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki breytingu.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að óska heimildar Skipulagsstofnunar að auglýsa Aðalskipulagsbreytingu skv. 36. gr. laga 123/2010.

 

   

4.  

Æðartangi 2-4 - Umsókn um lóð - 2016050092

 

Vestfirskir verktakar ehf. sækja um, fyrir hönd Húsasmiðjunnar, lóðirnar við Æðartanga 2 og 4. skv. umsókn dags. 27.05.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn um lóð við Æðartanga 2-4.

 

   

5.  

Núpsskóli - uppskipting lóðar - 2016040064

 

Eigendur Sólvalla í Dýrafirði gera athugasemdir varðandi lóðauppskiptingu við Núp, sem unnin var af Plan 21 fyrir hönd Ríkiseigna, dags. 19. apríl 2016 og grenndarkynnt frá og með 01.05.2016 til 30.05.2016.

 

Grenndarkynningu vegna lóðauppskiptingu við Núpsskóla í Dýrafirði er formlega lokið og barst ein athugasemd. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við eigendur Sólvalla við Núp í Dýrafirði og leiðbeina út frá innsendri athugasemd. Afgreiðslu frestað.

 

   

6.  

Efstaból í landi Neðri-Engidals - 2016040070

 

Teiknistofan Eik ehf., f.h. Guðmundar Jens Jóhannssonar, sækir um leyfi til að stofna sumarhúsalóð í landi Neðri-Engidals skv. uppdrætti dags. 16.02.2016 með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

 

Grenndarkynningu vegna stofnunar lóðar í Neðri Engidals er lokið og bárust engar athugasemdir á auglýsingartíma. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin verði stofnuð skv. fyrirliggjandi gögnum.

 

   

7.  

Hafnarsræti 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 2016050077

 

Elín Marta Eiríksdóttir spyr hvort heimilt yrði að byggja kvist við vesturenda Hafnarstrætis 18 með vísan í teikningar dags. 09.05.2016 . Húsið er friðað að hluta en var endurbætt 2012.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að umsögn Minjastofnunar, þarf að liggja fyrir.

 

   

8.  

Kirkjuból í Engidal- land í fóstur - 2016050093

 

Kristján Ólafsson sækir um að taka land í fóstur skv. uppdrætti og umsókn dags. 25.05.2016

 

Afgreiðslu frestað. Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að afla gagna.

 

   

9.  

Suðurtangi- Land í fóstur - 2016050097

 

Henry Bæringsson, ásamt öðrum, sækja um að taka land í fóstur á Suðurtanga, skv. umsókn dags. 30.07.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og er skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda og aðra sem málið snertir.

 

   

10.  

Engjavegur 9- Fyrirspurn um stækkun svala og nýtt bílskýli - 2016060005

 

Sigríður G. Ásgeirsdóttir spyr hvort heimilt sé að byggja bílskýli við bílskúr og stækka svalir á Engjavegi 9, skv teikningum dags. júní 1984.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum. Afgreiðslu frestað.

 

   

11.  

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071

 

Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir í grunninn ekki athugasemdir við þá aðferðarfræði sem boðuð er í matslýsingunni, enda tekur hún til margra mikilvægra þátta. Nefndin leggur engu að síður áherslu á að við gerð kerfisáætlunar Landsnets verði litið til þeirrar skyldu fyrirtækisins að tryggja jafnan rétt þegna landsins til aðgengis að raforku og afhendingaröryggis.
Sveitarfélög á Vestfjörðum leggja ríka áherslu á að það vanþróaða raforkukerfi sem fjórðungurinn hefur búið við til fjölda ára verði lagfært til jafns við það sem aðrir landsmenn búa við. Í því skyni hefur verið þrýst á að skilgreindur verði tengipunktur innarlega í Ísafjarðardjúpi til að liðka fyrir um byggingu á nýjum vatnsaflsvirkjunum í nágrenni þess svæðis. Einnig er lögð rík áhersla á að á milli Geiradals í Reykhólasveit og Ísafjarðar í Skutulsfirði liggi háspennulínur um tvær leiðir, annars vegar núverandi leið um Mjólkárvirkjun og hins vegar um Hólmavík og nýja tengipunktinn í Ísafjarðardjúpi.

 

   

12.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í hugmyndir um að svæðisáætlun fyrir Vestfirði verði gerð en frestar því til næsta fundar að skila umsögn.

 

   

13.  

Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

 

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhús skv. Uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11.2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C og ekkert deiliskipulag í gildi fyrir svæðið. Óskað var eftir að umsækjandi myndi skila áliti ráðherra sbr. 11. gr. laga 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Hjálagður er tölvupóstur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 07.06.2016.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð, með vísan í bréf ráðuneytis dags. 07.06.2016.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Lína Björg Tryggvadóttir

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Axel Rodriguez Överby

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?