Skipulags- og mannvirkjanefnd - 411. fundur - 8. apríl 2014

Dagskrá:

1.

2014030079 - Mjósund 2, niðurrif mannvirkja og frágangur lóðar – byggingarleyfi.

 

 

Lagt fram erindi dags. 18. mars sl. frá Olíudreifingu ehf., þar sem sótt er um leyfi til niðurrifs mannvirkja og frágangs á lóðinni Mjósund 2.

 

 

Umhverfisnefnd bendir á að skv. áætlun um meðhöndlun jarðvegs, olíubirgðastöðvar, Mjósundi og Suðurgötu Ísafirði, dags. 13. júní 2012, segir að gengið verði strax frá yfirborði, það jafnað og malarborið eða tyrft í samráði við sveitarfélagið.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og fer fram á að svæðið verði tyrft og hreinsað í samráði við umhverfisfulltrúa.

 

 

   

 

2.

2014030078 - Suðurgata 7, niðurrif mannvirkja og frágangur lóða - byggingarleyfi

 

 

Lagt fram erindi dags. 18. mars sl. frá Olíudreifingu ehf., þar sem sótt er um leyfi til niðurrifs mannvirkja og frágangs á lóðinni Suðurgata 7.

 

 

Umhverfisnefnd bendir á að skv. áætlun um meðhöndlun jarðvegs, olíubirgðastöðvar, Mjósundi og Suðurgötu Ísafirði, dags. 13. júní 2012, segir að gengið verði strax frá yfirborði, það jafnað og malarborið eða tyrft í samráði við sveitarfélagið.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og fer fram á að svæðið verði tyrft og hreinsað í samráði við umhverfisfulltrúa.

 

 

   

 

3.

2012090046 - Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar.

 

 

Lögð fram tillaga að staðsetningu fyrir sambýli við Aðalstræti.
Tillagan er unnin af Önnu Margréti Hauksdóttur arkitekt hjá AVH.

 

 

Umhverfisnefnd telur sig ekki geta samþykkt fyrirliggjandi tillögur. Æskilegt er að nýtingarhlutfall lóðar verði hærra, til dæmis ef húsin stæðu í götulínu Aðalstrætis.
Mikilvægt er að byggingarstíll verði í samræmi við húsin í Aðalstræti.

 

4.

2011010034 - Ísafjarðarhöfn - Ýmis mál.

 

 

Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 19. mars 2014 þar sem gefin er umsögn á umferðarljósum við Sundahafnarsvæði og Ásgeirsbakka á Ísafirði. Það er mat Samgöngustofu að þetta samræmist ekki umferðarlögum.

 

 

Umhverfisnefnd hafnar tillögum hafnarstjóra, dags. 19. desember 2013, um umferðarljós við Sundahafnarsvæðið að fenginni umsögn Samgöngustofu.

 

 

   

 

5.

2014040005 - Samningur um þjónustu vegna tölvutækra landfræðilegra gagna

 

 

Lögð fram drög að samningi vegna kaupa á þjónustu tölvutækra landfræðigagna við Loftmyndir ehf.

 

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Gjaldið fer af skipulagsfé.

 

 

   

 

6.

2014030070 - Bleikjueldi í Breiðadal.

 

 

Tekið fyrir erindi Orkuvinnslunnar ehf. dags. 25. mars 2014 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður fjögur plastker nærri árbakka Breiðadalsár ásamt settjörn skv. teikningu. Gert er ráð fyrir eldi á allt að 20 tonnum af bleikju á ári.

 

 

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari gögnum á framkvæmdinni og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að afla frekari upplýsinga.

 

 

   

 

7.

2011020012 - Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði

 

 

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2014 ásamt tillögu að matsáætlun dags. í febrúar 2014, þar sem óskað er eftir umsögn ísafjarðarbæjar á tillögu að matsáætlun vegna aukinnar framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 15. gr. reglugerðar nr. 1123/2005

 

 

Umhverfisnefnd bendir á að tillaga að matsáætlun stangast á við nýtingaráætlun sveitarfélaganna fyrir strandsvæði Arnarfjarðar frá júní 2013, milli Hringsdals og Feigsdals, þar sem ekki er gert ráð fyrir fiskeldi undan strandlengju Ketildala. Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að vandað verði til viðtakamats (burðarþolsmats) á svæðinu.
Umhverfisnefnd áréttar að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

 

 

   

 

8.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.

 

 

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. mars 2014 ásamt tillögu að matsáætlun dags. 13. mars 2014, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á tillögu að matáætlun vegna framleiðslu á 4.000 tonnum af regnbogasilungi í Borgarfirði og 4.000 tonnum af regnbogasilungi í Trostansfirði skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 15. gr. reglugerðar nr. 1123/2005.

 

 

Umhverfisnefnd bendir á að tillaga að matsáætlun er í samræmi við nýtingaráætlun sveitarfélaganna fyrir strandsvæði Arnarfjarðar frá júní 2013. Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að vandað verði til viðtakamats (burðarþolsmats) á svæðinu.
Umhverfisnefnd áréttar að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

 

 

   

 

9.

2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar

 

 

Tekið fyrir erindi Teiknistofunnar Eikar fh. Orkubús Vestfjarða, dags. 4. apríl 2014 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossárvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við virkjunina.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 


Albertína Elíasdóttir vék af fundi.

 

                                     

10.

2010080057 - Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

                                 
 

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 2. apríl 2014 er varðar atriði í ábyrgð umhverfisnefndar í atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

                                 
 

Umhverfisnefnd samþykkir minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Minnisblaðið sent til Atvinnumálanefndar.

                                 

 

                                     

11.

2014020113 - Þriggja ára áætlun og fimm ára áætlanir

                                 
 

Tekin fyrir að nýju fimm ára framkvæmdaáætlun 2015-2019 umhverfis- og eignasviðs.

                                 
 

Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna áfram að áætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

                                 

 

                                     

12.

2012100060 - Dynjandi 2013-2014 (deiliskipulag)

                                 
 

Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags við Dynjanda í Arnarfirði er liðinn, engin athugasemd barst við tillöguna og telst hún því samþykkt.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbeytt.

                                 

 

                                     

13.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

                                 
 

Tekið fyrir deiliskipulag af Suðurtanga á Ísafirði dags. í apríl 2014. Skipulagið er sett fram í teimur hlutum, íbúðar- og þjónustusvæði annars vegar og hafnar- og iðnaðarsvæði hins vegar. Skipulagssvæðið afmarkast af Sundabakka/Ásgeirsgötu/Ásgeirsbakka

                                 
 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að ganga frá gerð deilisk.tillögunnar í samræmi við umræður á fundinum svo hún verði tilbúin til auglýsingar.

                                 

 

                                     

14.

2008060065 - Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði - samningur um skógrækt.

                                 
 

Erindi síðast á dagskrá 18. febrúar sl. Óskað var umsagnar bæjarlögmanns.

                                 
 

Umhverfisnefnd telur þær röksemdir sem fram koma í minnisblaði bæjarlögmanns styðja fyrra álit nefndarinnar og leggur áherslu á að fara ber að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 frá þeim tíma sem það var samþykkt, 20. apríl 2010.
Umhverfisnefnd vísar minnisblaðinu til vinnu við breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við þær lagabreytingar sem átt hafa sér stað með nýjum skipulagslögum 123/2010.

                                 

 

                                     

15.

2014020082 - Grenjavinnsla 2014

                                 
 

Á fundi bæjarráðs þann 7. apríl sl. var erindi Jóhanns Birkis Helgasonsar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 31. mars 2014 er varðar skipan í starfshóp um refa- og minkaveiðar vísað til umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd tilnefnir formann umhverfisnefndar sem fulltrúa sinn í starfshóp refa- og minkaveiðimanna.

                                 

 

                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Jóna Símonía Bjarnadóttir

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?