Skipulags- og mannvirkjanefnd - 381. fundur - 3. október 2012

Dagskrá:

      

 

1.        2012090017 - Freyjugata 7, Suðureyri. - Umsókn um lóð.

 

 

Lagt fram erindi dags. 24. ágúst sl. frá Þórði E. Sigurvinssyni fh. Flugöldu ehf., þar sem

sótt er um lóðina Freyjugötu 7, Suðureyri.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Flugalda ehf. fái lóðina Freyjugata 7, Suðureyri,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

 

   

 

      

2.      2012090080 - Mávagarður A og B, Ísafirði. - Umsókn um lóð fyrir atvinnustarfsemi.

 

 

Lagt fram erindi dags. 21. sept. sl. frá Brynjari Ingasyni fh. Kampa ehf. þar sem sótt er um lóðirnar Mávagarður A og B, Ísafirði.
Á fundi í Hafnarstjórn 2. okt. sl. var fjallað um erindið.
Hafnarstjórn lýsti yfir ánægju sinni með að það skuli vera eftirspurn eftir byggingalóðum og gerði því ekki athugasemdir við úthlutun lóða A og B á Mávagarði, Ísafirði.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Kampi ehf. fái lóðirnar Mávagarður A og B á Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

 

   

 

 

3.      2012090055 - Aðalgata 47, Suðureyri. - Fyrirspurn um stækkun lóðar og byggingarleyfi.

 

 

Lögð fram fyrirspurn mótt. 14. sept. sl., þar sem Jóna Margrét Valgeirsdóttir eigandi að Aðalgötu 47, Suðureyri, óskar eftir áliti um stækkun á lóð sinni ásamt leyfi til að byggja bílskúr.

 

 

 Umhverfisnefnd hafnar stækkun lóðar í átt að lóð nr. 43 en getur fallist á byggingu bílskúrs á lóðinni Aðalgötu 47, Suðureyri og stækkun lóðar upp í hlíð. Þar sem ekkert deiliskipulag er af lóðinni verður erindið sent í grenndarkynningu þegar byggingarnefndarteikningar liggja fyrir.

 

 

   

 

 

4.      2012090071 - Bílastæði við Mánagötu 6 og 6a, Ísafirði.

 

 

Lagt fram erindi frá Hörpu Guðmundsdóttur fh. Vesturafls og Matthildi Helga og Jónudóttir fh. Snerpu, þar sem óskað er eftir merktu stæði fyrir fatlaða fyrir framan Mánagötu 6 og 6a, Ísafirði, ásamt því að almenn bílastæði við götuna verði afmörkuð.

 

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að vera í sambandi við bréfritara og vinna að lausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

   

 

 

5.      2011100012 - Heimabær I og II, Hesteyri. - Ósk um gögn.

 

 

Á fundi bæjrráðs 2. okt. sl. var lagt fram bréf dags. 23. sept. sl. frá Sævari Geirssyni hjá Verkfræðistofunni Hamraborg vegna Heimabæjar I og II, Hesteyri í Jökulfjörðum Ísafjarðarbæ.

 

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

   

 

 

6.      2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði.

 

 

Lagt fram bréf dags. 21. ágúst sl. þar sem Árni Traustason hjá Verkís hf. fh. Landsnets og Orkubús Vestfjarða óskar eftir framkvæmdaleyfi Ísafjarðarbæjar á færslu 66kV rafstrengs, sem liggur nú ofan byggðar frá bílaverkstæði við Seljalandsveg og að tengivirki í Stórurð, niður að Skutulsfjarðarbraut.

 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt, eins og tilgreint er í bréfi Verkís frá 21. ágúst 2012. Framkvæmdaaðili skal hafa náið samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar um framkvæmd og frágang verksins og leggur áherslu á að frágangur verði vandaður og þess verði gætt að sem minnst rask sé á meðan á framkvæmdatíma stendur.

 

 

   

 

 

7.      2012090097 - Vernd og orkunýting landsvæða(rammaáætlun)  89. þingmál.

 

 

Lagt fram erindi dags. 27. sept. sl. frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er eftir að þeir sem fengu umsagnarbeiðnir um 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða, á síðasta löggjafarþingi, kanni hvort þeir telji tilefni til þess að senda inn umsögn eða bæta einhverju við fyrirliggjandi umsögn.

 

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við rammaáætlunina.

 

 

   

 

 

8.      2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni.

 

 

Á fundi bæjarráðs 2. október sl. var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 24. september sl., er varðar tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Með tilvísun til 6. mrg. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, er óskað eftir umsögn um tillöguna. Svar þarf að berast eigi síðar en 20. nóvember 2012.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

 

Umhverfisnefnd felur formanni og varaformanni umhverfisnefndar og sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að undirbúa drög að umsögn með sérstaka áherslu á strandsvæðaskipulag. Erindinu frestað til næsta fundar.

 

   

 

 

9.      2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun.

 

 

Lögð fram framkvæmdaáætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar til ársins 2020 ásamt gjaldskrám.

 

 

Farið yfir framkvæmdaáætlun. Umræðum haldið áfram á næsta fundi umhverfisnefndar.

 

Albertína Elíasdóttir, formaður, fék af fundi umhverfisnefndar eftir afgreiðslu 9. liðar og við stjórn fyndarins tók Gísli H. Halldórsson, varaformaður.

 

 

   

 

 

 

10.  2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag.

                                 
 

Auglýsinga- og athugasemdarfrestur vegna deiliskipulagsins á Þingeyri er liðinn. Alls bárust 5 athugasemdir vegna deiliskipulagsins. 3 athugasemdir voru teknar fyrir á 380. fundi umhverfisnefndar 12. sept. sl. En athugasemdir frá Torfa G. Sigurðssyni og Pálmari Kristmundssyni hafa ekki verið til umfjöllunar.

                                 
 

Svar við athugasemd frá íbúasamtökunum Átaki: Umhverfisnefnd bendir á að við gerð deiliskipulagsins var haldinn íbúafundur á Þingeyri þar sem málefni skipulagsins voru rædd. Þá var skipulagið auglýst í samræmi við skipulagslög. Umhverfisnefnd fellur frá þeirri hugmynd að gámasvæðið verði á hafnarsvæðinu og því valin staðsetning á Söndum, þó verði tekið tillit til athugsemda frá íbúasamtökunum berist þær fyrir 10. október. 

 

Svar við athugasemd, undirskriftarlistar: Umhverfisnefnd bendir á að með þrengingu á Fjarðargötu er verið að hægja á umferð og færa þungaumferð niður á hafnarsvæðið. Nefndin bendir á að lóðin við Fjarðargötu 6 er einungis 130 m² og því mjög erfitt að koma fyrir byggingarreit á lóðinni. Byggingarreitur  lóðarinni við Fjarðargötu 10 er staðsettur m.t.t. trésins og því mun tréið halda sér. Færsla á Gramsverslun var rædd sérstaklega á íbúafundinum. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir færslu á húsinu í samræmi við niðurstöðu fundarins. Umhverfisnefnd fellur frá þeirri hugmynd að gámasvæðið verði á hafnarsvæðinu og því valin staðsetning á Söndum. Umhverfisnefnd hafnar öðrum athugasemdum sem fram koma í bréfinu.

 

Svar við athugasemd frá Hrafnhildi Skúladóttur: Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að við gerð deiliskipulagsins var haldinn íbúafundur á Þingeyri þar sem þessi mál voru rædd. Færsla á Gramsverslun var þar sérstaklega til umræðu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir færslu á húsinu í samræmi við niðurstöðu íbúafundarins.

 

Svar við athugasemd Torfa G Sigurðssonar: Bílastæði við Fjarðargötu 14 og Brekkugötu 13 eru hönnuð þannig að auðvelt sé að snúa bílum. Færsla á Fjarðargötu 13 var samþykkt fyrir nokkrum árum síðan í samvinnu við Húsafriðunarnefnd. Umhverfisnefnd er almennt mótfallin færslu gamalla húsa en í þessu tilfelli er það talin eina raunhæfa leiðin. Gönguleiðir eru sýndar á uppdrætti frá íþróttasvæði og tengingu við gangstéttakerfi Þingeyrar.

 

Svar við athugasemd Pálmars Kristmundssonar: Umhverfisnefnd þakkar ábendingu varðandi Hafnarstræti 4a. Umhverfisnefnd tekur undir með bréfritara með færslu gamalla húsa en hvað varðar Fjarðargötu 13 þá var sú færsla gerð í samráði við Húsafriðunarnefnd. Umhverfisnefnd tekur ekki undir með bréfritara að gönguleiðir séu takmarkaðar. Stígar eru milli Brekkugötu og Fjarðargötu, milli Aðalstrætis og Hafnarstrætis í gegnum skrúðgarðinn við félagsheimilið. Þá liggur stígur milli Hafnarstrætis og hafnarsvæðis.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði tekið til endurskoðunar á grundvelli framkominna athugasemda.

                                 

 

                                     

 

11.  2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi, Önundarfirði.

                                 
 

Erindi var síðast á dagskrá umhverisnefndar 29. ágúst sl.

                                 
 

Svar við athugasemd frá Finnboga Kristjánssyni og Ragnheiði Kr. Finnbogadóttur: Umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargerðina.

 

Svar við athugasemd, Guðrúnar J. Kristjánsdóttur og Höllu Signýjar Kristjánsdóttur: Umhverfisnefnd bendir á að skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir frístundabyggð í Nesdal. Deiliskipulagstillagan er gerð á grundvelli aðaskipulagsins. Skv. fundargerð Mýrarhrepps frá 7. júní 1943 var samþykkt að láta af hendi til væntanlegs skóla- og samkomuhús úr Álfadalslandi allt að 2 ha. Þar sem ekki var gengið frá lóðarleigusamningi áður en Mýrarhreppur seldi landið er málið alfarið í höndum landeiganda. Umhverfisnefnd hafnar því athugasemdunum.

 

Svar við athugasemd frá Birki Þór Guðmundssyni: Umhverfisnefnd bendir á að skv. landamerkjalýsingu frá árinu 1886 er Nesdalur hluti af Sæbóli. Á skipulagsuppdráttum eru allar lóðir hnitsettar og á uppdráttunum koma einnig fram kvarðar. Deiliskipulagstillagan felur ekki í sér framkvæmd sem er tilgreind í 1. eða 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og því var ekki farið með deiliskipulagið í umhverfismat áætlana. Liður 1a í viðauka 2 í ofangreindum lögum fjallar um landbúnað, skógrækt og fiskeldi og takmarkast við landsvæði sem eru stærri en 20 ha. og á því ekki við um þessi skipulög. Umhverfisnefnd bendir á að skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir frístundabyggð í Nesdal. Deiliskipulagstillagan er gerð á grundvelli aðaskipulagsins. Fornleifaskráning hefur farið fram og engar fornleifar fundust. Umhverfisnefnd hafnar því athugasemdunum.

 

Svar við athugasemd Guðmundar Ásvaldssonar: Umhverfisnefnd bendir á að skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir frístundabyggð í Álfadal. Samkvæmt þinglýstum gögnum er skipting jarðanna Álfadals og Ástúns ekki lokið og því getur umhverfisnefnd ekki fallist á deiliskipulag af svæði F31 fyrr en skiptum er lokið.

 

Svar við athugasemd Höllu Signýjar Kristjánsdóttir: Skv. fundargerð Mýrarhrepps frá 7. júní 1943 var samþykkt að láta af hendi til væntanlegs skóla- og samkomuhús úr Álfadalslandi allt að 2 ha. Þar sem ekki var gengið frá lóðarleigusamningi áður en Mýrarhreppur seldi landið er málið alfarið í höndum landeiganda. Umhverfisnefnd telur fjarlægð frá samkomuhúsinu að næstu sumarhúsalóð sé nægjanlega mikil (140 metrar). Leitað var umsagnar skv. skipulagsreglugerð og þá var deiliskipulagstillagan auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Umhverfisnefnd hafnar athugasemdunum en hvetur til þess að formlegir gjörningar verði virtir eins og kostur er.

 

Þar sem staðbundið hættumat vegna ofnaflóða liggur ekki fyrir frestar umhverfisnefnd endanlegri afgreiðslu málsins.

                                 

 

                                     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Lína Björg Tryggvadóttir

Karl Guðmundsson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi

Er hægt að bæta efnið á síðunni?