Skipulags- og mannvirkjanefnd - 356. fundur - 10. ágúst 2011

1.      2011-08-0002 - Urðarvegur 50 - Umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi dags. 2. ágúst sl. frá Arnþóri Jónssyni hjá Verkís fh. eigenda íbúðarhússins að Urðarvegi 50, Ísafirði. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að byggja ca. 25 m² sólskála við húseignina norðan megin sem snýr upp að Gleiðarhjalla.

Umhverfisnefnd samþykkir byggingu sólskála enda liggi fyrir samþykki eigenda fasteigna að Urðarvegi 52 og 54.

 

2.      2011-02-0082 - Samnýting ökutækja - Nýr samgöngumáti.

Á fundi bæjarráðs 14. júní sl. var lagt fram bréf Leiðar ehf., Bolungarvík, dagsett 2. júní sl., þar sem félagið svarar fyrirspurnum Ísafjarðarbæjar frá 30. maí sl. hvað varðar uppsetningu skilta ofl.

Umhverfisnefnd leggur til að farið verði í verkefnið.

 

3.      2011-07-0071 - Hraun II Ingjaldssandi - skógrækt Skjólskóga.

Lagt fram bréf dags. 11. júlí sl. frá Birki Þór Guðmundssyni og Sveini Kr. Sveinssyni landeigendum að Hrauni II, Ingjaldssandi, þar sem hverskonar umferð á vegum Skjólskóga um land Hrauns II er harðlega mótmælt.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við slóðagerð á samþykktu skógræktarsvæði. Utanvegaakstur skal  tilkynna til Umhverfisstofnunar ef um slíkt er að ræða.

 

4.      2011-08-0001 - Efnistaka til malarslitlagsframleiðslu.

Lagt fram erindi dags. 29. júlí sl. frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr malarnámum í bæjarfélaginu.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í erindinu.

 

5.      2003-11-0114 - Sandar Dýrafirði - afnotaréttur af túnum.

Tekið fyrir erindi um afnotarétt af túnum á Söndum í Dýrafirði.

Jóhanni Birki Helgasyni sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs er falið að vinna áfram að erindinu.

 

6.      2011-07-0023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu - umsagnarbeiðni.

Erindi frestað á 355. fundi umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við reglugerðina.

 

7.      2011-06-0003 - Gerð nýrrar byggingarreglugerðar.

Erindi frestað á 355. fundi umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

8.      2011-07-00252 - Leiðbeinendanámskeiðið Vistvernd í verki - ósk um fjárstuðning.

Á fundi bæjarráðs 25. júlí sl. var lagt fram Landverndar dagsett 11. júlí sl., um leiðbeinendanámskeiðið ,,Vistvernd í verki?, sem haldið verður í Reykjavík dagana 18.-20. ágúst n.k. Leitað er eftir fjárstuðningi sveitarfélaga við þátttakendur fyrir námskeiðskostnaði sem er kr. 25.000.- fyrir hvern og einn.

Bæjarráð vísaði erindi Landverndar til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að veita fjárstuðning í verkefnið.

 

9.      2011-07-0012 - Umhverfisþing 2011.

Á fundi bæjarráðs 18. júlí sl. var langt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 30. júní sl., er varðar þátttöku ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011.

Bæjarráð telur mikilvægt að taka þátt í umræddu þingi og felur umhverfisnefnd að senda a.m.k. 1-2 fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

 

10.  2011-07-0035 - Strandgata 3b - athugasemdir við lóðaframkvæmdir.

Á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl. var lagt fram bréf frá Ásgeiri Överby, Strandgötu 3b, Hnífsdal, dagsett 26. júlí sl., þar sem hann kemur á framfæri kvörtun vegna lóðaframkvæmda við húsið Strandgötu 3, Hnífsdal og aðkomu að húsi sínu Strandgötu 3b, Hnífsdal.

Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd tekur ekki undir afstöðu bréfritara.

Magnús Reynir Guðmundsson tekur ekki afstöðu til málsins.

 

11.  2011-08-0003 - Hlutverk byggingarfulltrúa samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994.

Á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl var lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum dagsett 28. júlí sl., er varðar hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga samkvæmt húsaleigulögum.

Bæjarráð fól byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að svara erindinu.

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.

 

12.  2011-08-0006 - Hrossabeit á Söndum í Dýrafirði - umsókn.

Lagt fram tölvubréf dags. 8 ágúst sl. frá Wouter Van Hoeymissen, þar sem hann óskar eftir landi til beitar og sláttar í Dýrafirði skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Umhverfisnefnd felur Jóhanni Birki Helgasyni sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs að ræða við bréfritara.

 

13.  2011-06-0009 - Sæbólskirkja, Ingjaldssandi - Ákvörðun um friðun.

Á fundi bæjarráðs 14. júní sl var lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd dagsett 30. maí sl., þar sem fram kemur að mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar, að friða Sæbólskirkju á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Friðunin nær til kirkjunnar í heild sinni, sbr. meðfylgjandi friðunarskjal dagsett 18. maí 2011.

Bæjarráð vísaði bréfi Húsafriðunarnefndar til umhverfis- og eignasviðs, sem og til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

14.  2009-04-0020 - Sjókvíaeldi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf dags. 26. júlí sl. frá Fiskistofu þar sem tilkynnt er ákvörðun Fiskistofu á útgáfu rekstrarleyfis á regnbogasilungi fyrir Dýrfisk ehf. til ársins 2021.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  2011-06-0019 - Sjávargæði ehf. - Umsókn um silungaeldi í Önundarfirði.

Lagt fram bréf dags. 19. júlí sl. frá Fiskistofu þar sem tilkynnt er útgáfa rekstrarleyfis á regnbogasilungi fyrir Sjávargæði ehf. í Önundafirði.

Lagt fram til kynningar.

 

16.  2009-04-0020 - Lokun urðunarstaðar við Klofning.

Á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 30. júní sl., er varðar lokunaráætlun Funa sorpbrennslu fyrir urðunarstaðinn við Klofning í Önundarfirði.  Meðal annars efnis í bréfinu er samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 17. mars sl., þar sem samþykkt er að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við gr. 4.8 í starfsleyfi urðunarstaðarins við Klofning.  Að mati Umhverfisstofnunar er ekki fullnægjandi að vísa til ákvæðis starfsleyfis, heldur verði að koma skýrt fram að ábyrgðaryfirlýsingin jafngildi starfsleyfistryggingu sem krafist er í 41. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, sbr. lög nr. 58/2011 o.sv.frv.  Umhverfisstofnun fer því fram á að bæjarráð Ísafjarðarbæjar bóki á ný um trygginguna með skýrara orðalagi, í samræmi við það sem hér að ofan greinir.

Með tilvísun til ofangreinds bréfs Umhverfisstofnunar frá 30. júní sl., samþykkir bæjarráð Ísafjarðarbæjar eftirfarandi.

,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, sem starfar nú í umboði bæjarstjórnar, samþykkir að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við grein 4.8 í starfsleyfi um urðun úrgangs á vegum Funa  Sorpbrennslu við Klofning á Flateyri, dags. 19. febrúar 2007. 

Ábyrgðaryfirlýsing jafngildir starfsleyfistryggingu, sem krafist er í 41. gr. laga  nr. 58/2011 um meðhöndlun úrgangs, með vísan til d-liðar 5.mgr. 17. gr. reglugerðar um urðun úrgangs.“.

Lagt fram til kynningar.

 

17.  2011-07-0084 - Tilfærsla eftirlits Umhverfisstofnunar.

Á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl. var lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 27. júlí sl., ásamt afriti af bréfi til Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, Bolungarvík, er varðar tilfærslu eftirlits um meðhöndlun úrgangs og starfsleyfi.

Lagt fram til kynningar.

 

18.  2011-07-0081 - Hvalreki í Fljótavík.

Á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl. var lögð fram greinargerð Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. júlí sl., er varðar hvalreka í Fljótavík á Hornströndum og viðbrögð hlutaðeigandi aðila í svona málum.

Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

19.  2011-08-0005 - Upplýsingar um útgefin rekstarleyfi til fiskeldis.

Lagt fram bréf frá Fiskistofu dags.4. ágúst sl. þar sem vísað er í bréf Ísafjarðarbæjar frá 29. júlí sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Fiskistofu um útgefin rekstrarleyfi til fiskeldis í sveitarfélaginu. Umhverfisnefnd óskaði eftir upplýsingum frá Fiskistofu á fundi sínum 13. júlí sl.

Lagt fram til kynningar.

 

20.  Önnur mál.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:00.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                         

Sigurður Jón Hreinsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                          

Magnús Reynir Guðmundsson.                                       

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                                         

Jóhann Birkir Helgason,  sviðsstj. framkv.- og eignasv. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?