Skipulags- og mannvirkjanefnd - 329. fundur - 7. apríl 2010

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Benedikt Bjarnason, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Lónseyri í Kaldalóni - byggingarleyfi. (2010-03-0062).


Lögð fram fyrirspurn dags. 15. mars 2010, frá Þórhildi Þórisdóttur, þar sem óskað er heimildar til að endurbyggja hluta útihúsa sem voru áföst við íbúðarhúsið á Lónseyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við endurbyggingu hlöðunnar en bendir á að fullnaðar byggingarnefndarteikningar þurfa að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt.

2. Stakkanes 14, Ísafirði ? bygging sólstofu. (2010-02-0013).


Á fundi umhverfisnefndar 10. febrúar sl. var lögð fram fyrirspurn dags. 4. febrúar sl. frá Magnúsi H. Jónssyni fh. eiganda fasteignarinnar að Stakkanesi 14, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu samkvæmt upprunalegum byggingarnefndarteikningum. Erindið var sent í grenndarkynningu. Athugasemdarfrestur er nú liðinn. Engar athugasemdir bárust.


Umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir sólstofunni.

3. Reykjanes - umsögn. (2009-12-0026).


Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 25 mars 2010 að lóðablaði fyrir lóð undir þjónustuaðstöðu í Reykjanesi. Erindi var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd samþykkir framlagt lóðarblað byggingarfulltrúa dags. 23. mars 2010.  Byggingarfulltrúa falið að kynna Súðarvíkurhreppi erindið.

4. Herkastalinn - Mánagata 4, Ísafirði ?fyrirspurn. (2010-02-0076).


Lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 10. mars sl. vegna viðbyggingar á baklóð hússins að Mánagötu 4.


Á fundi umhverfisnefndar 25. febrúar sl. var lögð fram fyrirspurn móttekin 19. febrúar 2010, frá Halli Kristvinssyni, byggingafræðingi hjá Arkinn ehf. fh. eigenda hússins að Mánagötu 4, Ísafirði, þar sem spurt var hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar byggingu á baklóð hússins. Óskað var umsagnar Húsafriðunarnefndar á erindinu.


Skv. deiliskipulagi ?Eyrin á Ísafirði? frá nóvember 1997 segir að þar sem því verði við komið má byggja geymsluhús aftast á lóðum. Umhverfisnefnd felur því byggingarfulltrúa að senda erindið í grenndarkynningu og það kynnt íbúum að Mjallagötu 1 og 5, Mánagötu 2 og Aðalstræti 20 .  Nefndin bendir einnig á að skv. deiliskipulaginu eiga gluggar að vera í upprunalegri gerð, þ.e. með fögum í öllum opum.

5. Látrar, Aðalvík ? byggingarleyfi á sökkli þjónustuhúss. (2009-12-0004).


Á fundi umhverfisnefndar 2. desember sl. var lagt fram bréf dag. 18. nóvember sl. frá Margréti Halldórsdóttur þar sem sótt er um leyfi til að byggja hús á sökkli gamla þjónustuhússins að Látrum í Aðalvík. Umhverfisnefnd vísaði erindinu til Hornstrandanefndar. Fundargerð Hornstrandanefnar frá 25. janúar sl. hefur nú borist.


Umhverfisnefnd bendir á að skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020,  töflu 7.19 segir: ?Endurbyggja má öll íbúðarhús og þjónustuhús sem búið var í eftir 1908.  Ekkert verður byggt á jörðum sem eru í eigu ríkisins og/eða Ísafjarðarbæjar, sbr. töflu 7.17.?  Miðað við ofanritað hafnar umhverfisnefnd því byggingarleyfi á umræddum stað.

6. Látrar, Aðalvík ? byggingarleyfi Urðarhússins. (2010-01-0001).


Á fundi umhverfisnefndar 13. janúar sl. var lagt fram bréf dags. 29. des. sl. frá Bjargey Gígju Gísladóttur, þar sem sótt var um leyfi til að byggja frístundahús í landi Látra í Aðalvík samkvæmt teikningu frá Ófeig S. Sigurðssyni. Um er að ræða endurbyggingu á gamla Urðarhúsinu / hús Gísla Bjarnasonar samkvæmt uppdrætti Zóphaníusar Pálssonar frá 30. mars 1954 af lóðum að Látrum (nr. 14). Umhverfisnefnd vísaði erindinu til Hornstrandanefndar. Fundargerð Hornstrandanefndar frá 25. janúar sl. hefur nú borist.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt en bendir á að leyfi húseiganda þarf að liggja fyrir áður en leyfið verður veitt.

7. Dagur umhverfisins 2010. (2010-03-0024).


Lagt fram bréf dags. 2. mars sl. frá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra þar sem sveitarfélög, skólar og félagasamtök eru hvött til að taka virkan þátt í Degi umhverfisins 2010, sem haldinn er 25. apríl ár hvert. Árið í ár er tileinkað líffræðilegri fjölbreytni samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna.


Lagt fram til kynningar.

8. Skipulagslög. mál 425 ? frumvarp til laga. (2010-03-0034).


Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði nefndarsviðs Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um skipulagslög, mál 425.


Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars 2010 og  bendir sérstaklega á eftirfarandi greinar:


12. gr. nefndin leggur til að skipulagsskylda sveitarfélaga nái yfir mun stærra svæði en nú er, mikilvægt er að það nái einnig yfir firði og flóa þannig að sveitarfélögin geti unnið strandsvæðaskipulag.  Vísað er til bréfs Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, sem tekið var fyrir á 327. fundi nefndarinnar þann 25. febrúar sl.


31. gr. er fjallað um að skipulagstillögur skuli auglýstar í blöðum sem gefin eru út á landsvísu.  Umhverfisnefnd bendir á að í mörgum tilfellum ná auglýsingar í heimablöðum betur til íbúa sveitarfélagsins.


32. gr. nauðsynlegt er að settur verði afgreiðslufrestur á staðfestingu eða synjun ráðuneytisins á aðalskipulagi.

9. Mannvirkjalög. mál 426 ? frumvarp til laga. (2010-03-0035).


Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði nefndarsviðs Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um mannvirkjalög mál 426.


Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars 2010.


 


10. Brunavarnir. mál 427 ? frumvarp til laga. (2010-03-0036).


Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði nefndarsviðs Alþingis, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frumvarpi til laga um brunavarnir mál 427.


Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars 2010 og bendir sérstaklega á að frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjárútlátum sveitarfélaganna vegna búnaðar og þjálfunar.

11. Deiliskipulag í Hnífsdal. (2008-06-0062).


Lögð fyrir að nýju drög að deiliskipulagi ásamt greinargerð frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. af reit sem afmarkast af Dalbraut, Ísafjarðarvegi, Garðavegi og Skólavegi. Umhverfisnefnd frestaði erindinu á síðasta fundi sínum 10. mars sl.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

12. Deiliskipulag sumarbústaðarbyggðar í Tungudal. (2009-03-0058).


Á fundi bæjarstjórnar 18. mars sl. Var deiliskipulagi að sumarhúsabyggð í Tungudal vísað aftur til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd bendir bæjarstjórn á að skv. úrskurði umhverfisráðuneytisins frá 14. september 1994 segir: ?Ráðuneytið fellst á þau sjónarmið bæjarstjórnar sem rakin eru hér að framan og telur að gefa megi út byggingarleyfi fyrir endurbyggingu sumarbústaðanna í Tungudal með þeim skilyrðum að búseta í þeim verði takmörkuð við tímabilið 16. apríl ? 15. desember ár hvert og að þeirri kvöð verði þinglýst.? Miðað við ofanritað telur umhverfisnefnd að ekki megi hafa húsin fleiri en þau voru fyrir snjóflóð 5. apríl 1994.  Umhvefisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst óbreytt.

13. Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla - deiliskipulag. (2008-11-0026).


Lögð fram drög að deiliskipulagi ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 31. mars sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. af svæðinu neðan Gleiðarhjalla.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

14. Stækkun Mjólkárvirkjunar ? deiliskipulag. (2009-03-0002).


Lögð fram drög að deiliskipulagi ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 31. mars sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf. af svæðinu við Mjólká.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

15. Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-06-0038).


Tekið fyrir að nýju erindi Kjartans Árnasonar þar sem hann óskar eftir leyfi til að rífa núverandi hús að Hnífsdalsvegi 10, Ísafirði og byggja nýtt samkvæmt teikningum meðfylgjandi umsókn. Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 10. febrúar 2010.  Þar var óskað eftir fundi með Vegagerðinni áður en tekin er endanleg afstaða í málinu.  Fundurinn var haldinn 25. mars sl. Einnig er lagt fram bréf Magnúsar V. Jóhannssonar, svæðisstjóra Norðvestursvæðis dags. 30. mars 2010 þar sem fram kemur að Vegagerðin leggist gegn veitingu byggingaleyfis að svo stöddu.


Umhverfisnefnd veitir bréfritara heimild til að viðhalda húsinu í upphaflegri mynd á núverandi stað.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:20.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson.


Albertína Elíasdóttir.  


Benedikt Bjarnason.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.   


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?