Skipulags- og mannvirkjanefnd - 327. fundur - 25. febrúar 2010


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



Benedikt Bjarnason mætti ekki og enginn í hans stað.



1.             Herkastalinn - Mánagata 4, Ísafirði. ? Fyrirspurn. (2010-02-00xx)



Lögð fram fyrirspurn móttekin 19. febrúar 2010, frá Halli Kristvinssyni, byggingafræðingi hjá Arkinn ehf., fh. eigenda hússins að Mánagötu 4, Ísafirði, þar sem spurt er hvort leyft verði að byggja einnar hæðar byggingu á baklóð hússins. Meðfylgjandi fyrirspurn eru teikningar unnar af Halli.



Bent er á að samkvæmt deiliskipulagi af Eyrinni frá nóvember 1997 segir, að  nýbyggingar skulu falla vel að byggðinni sem fyrir er og taka upp hlutföll og yfirbragð að einhverju eða öllu leiti. Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar á erindinu þar sem húsið er byggt árið 1928.



2.             Aðalgata 59, Suðureyri. - Viðbygging. (2009-12-0036)



Lagt fram erindi dags. 7. desember sl. frá Guðna Einarssyni fh. Klofnings ehf., Suðureyri, þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við húsnæði fyrirtækisins að Aðalgötu 59, Suðureyri. Með erindinu eru byggingarnefndarteikningar unnar af Tækniþjónustu Vestfjarða.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



3.             Dýpkun Súgandafjarðar. (2010-02-0028)



Lagt fram erindi dags. 9. febrúar sl. frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir ábendingum um hvar heppilegast er að losa efni, sem fellur til vegna fyrirhugaðrar dýpkunarframkvæmda við innsiglinguna í Súgandafirði. Efni sem dælt verður upp er malarblendingur, svo kallað sylti. Áætlað er að um 10.000 m³ verði af uppdældu efni.



Umhverfisnefnd bendir á að nýta efnið til uppfyllingar í lóninu þar sem skipulagðar eru lóðir undir verslun og þjónustu.



4.             Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga. - Umsögn. (2010-02-0072)



Lagt fram tölvubréf dags. 15. febrúar sl. frá Þorbjörgu Kr. Kjartansdóttur hjá LÍSA samtökunum/Skipulagsstofnun, þar sem lögð eru fram, til umsagnar, drög að frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga. Óskað er eftir því að athugasemdum verði svarað fyrir 24. febrúar 2010.



Umhverfisnefnd  gerir athugasemd við gjaldtöku og telur að aðgangur eigi að vera endurgjaldslaus.  Að öðru leiti er ekki gerð athugasemd við lögin.





5.             Stækkun Mjólkárvirkjunar. (2009-03-0002)



Lagt fram erindi dags. 17. febrúar sl. frá Sigurði Ásbjörnssyni hjá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum stækkun Mjólkárvirkjunar, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til  3. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. Óskað er eftir því að umsögninni verði svarað fyrir 4. mars 2010.



Umhverfisnefnd metur það svo að framkomnar upplýsingar gefi ekki tilefni til að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum með vísan í 3. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. Umhverfisnefnd bendir þó á að svæðið er innan hverfisverndarsvæðis H1 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og að fjögur svæði eru á náttúruminjaskrá í nágrenni Mjólkárvirkjunar.



6.             Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. (2008-11-0026)



Lagt fram bréf dags. 8. febrúar sl. frá Rut Kristinsdóttur hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar á matsskyldu varnargarðs undir Gleiðarhjalla á Ísafirði skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.



Umhverfisnefnd telur með vísan í 3. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br.,  að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Svæðið er nú þegar mikið raskað vegna núverandi aurvarnargarðs og breytir því framkvæmdin ekki heildarásýnd svæðisins.



7.             Þorskeldi Álfsfells ehf. í Skutulsfirði. (2009-10-0061)



Lagt fram erindi dags. 15. febrúar sl. frá Loga Kjartanssyni hjá Umhverfisráðuneytinu, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á stjórnsýslukæru Álfsfells ehf. vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að þorskeldi í Skutulsfirði skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.br. Óskað er eftir að umsögnin berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.



Vísað er í bókun umhverfisnefndar frá 10. nóvember sl. Umhverfisnefnd tekur undir skýringar Álfsfells ehf. og Náttúrustofu Vestfjarða um að fyrirhuguð stækkun á þorskeldi í Skutulsfirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.



8.             Atlastaðir og Geirmundarstaðir í Fljótavík. - Deiliskipulag. (2010-02-00xx)



Lögð fram deiliskipulagstillaga dags. 9. febrúar sl. frá Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf., f.h. Halldóru Þórðardóttur og Sævars Óla Hjörvarssonar, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagstillagan verði tekin til meðferðar í samræmi við Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.s.br. Einnig er óskað eftir því að deiliskipulag fyrir Geirmundarstaði sem samþykkt var 20. nóvember 2009, verði fellt úr gildi við gildistöku ofangreindrar tillögu.



Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeigenda viðkomandi jarða.



9.             Aðalskipulag Bolungarvíkur 2008 - 2020.   (2009-12-0007)



Lagt fram bréf dags. 9. febrúar sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðstjóra framkvæmda- og rekstarsviðs Bolungarvíkur, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á drögum að Aðalskipulagi Bolungarvíkur 2008 ? 2020 með vísan í kafla 3.2 í skipulagsreglugerð 400/1998.  Óskað er eftir því að ábendingum verði svarað fyrir 10. mars 2010.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið.



10.         Endurskoðun sorpeyðingar. (2008-06-0054)



Lagðar fram tillögur vinnuhóps er varðar útboð á sorpmálum Ísafjarðarbæjar. dags. 15. febrúar 2010.



Umhverfisnefnd leggur til að farið verði eftir tillögum vinnuhópsins.



11.         Gamla Apótekið, Hafnarstræti 18, Ísafirði. ? Breytingar á húseign.            (2010-01-0026)



Tekið fyrir að nýju erindi Magnúsar Jónssonar fh. eigenda hússins að Hafnarstræti 18, Ísafirði.  Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 10. febrúar sl. Lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar dags. 17. febrúar sl. er varðar endurbætur á Gamla apótekinu, Hafnarstræti 18, Ísafirði.



Umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar samkvæmt framlögðum teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða enda leggi framkvæmdaraðili fram gluggateikningar.



12.         Rekstrarleyfi til fiskeldis fyrir Fjarðarlax ehf. í Arnarfirði. ? Umsögn.        (2010-02-0009)



Lagt fram bréf dags. 17. febrúar sl. frá Sigmari Arnari Steingrímssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum framleiðsla á 3.000 tonnum af laxi á vegum Fjarðarlax ehf. í sjókvíum í Arnarfirði, Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.



Með vísan í 1. lið í viðauka 3. ofangreindra laga með tilliti til rækju, kræklings og kalkþörungavinnslu, telur umhverfisnefnd, að framleiðsla Fjarðarlax ehf. á 3.000 tonnum af laxi, sé háð mati á umhverfisáhrifum.



13.         Önnur mál.                                                                                     Strandsvæðaskipulag.




             Lagt fram erindi dags. 24. febrúar sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og


rekstrarsviðs, þar sem óskað er eftir að umhverfisnefnd beiti sér fyrir því að sveitarfélög fái skipulagsvald yfir strandsvæðum.





Umhverfisnefnd áréttar mikilvægi þess að sveitarfélög öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum og beinir því til bæjarstjórnar að hún beiti sér í málinu. Slíkt skipulag hefði auðveldað umfjöllun 7. og 12. liðar hér að ofan.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:55.



 


Svanlaug Guðnadóttir, formaður


Sigurður Mar Óskarsson


Albertína Elíasdóttir


Sæmundur Þorvaldsson


Anna Guðrún Gylfadóttir,
 byggingarfulltrúi


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs                     



Er hægt að bæta efnið á síðunni?