Skipulags- og mannvirkjanefnd - 322. fundur - 2. desember 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Björn Davíðsson, Gísli Úlfarsson, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson slökkvistjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.


Einar Birgisson hjá Landmótun og Erla Bryndís Kristjánsdóttir hjá Teiknistofunni Eik mættu á fundinn.



1. Neðri Tunga, Skutulsfirði. (2006-11-0020).


Lagður fram nýr lóðaleigusamningur vegna véla og verkfærageymslu að Neðri Tungu 2 í Skutulsfirði. Einnig er lagt fram nýtt lóðarblað að Neðri Tungu 1, Skutulsfirði þar sem færð eru lóðamörk þannig að lóð fer úr 2.276 m² og í 2.384 m².


Umhverfisnefnd samþykkir nýjan lóðarleigusamning fyrir véla- og verkfærageymsluna svo og lóðarblað fyrir Neðri-Tungu.





2. Hjallavegur 4, Ísafirði. (2009-09-0029).


Á fundi umhverfisnefndar 7. október sl. var lagt fram bréf dags. 18. september 2009, frá Agnari Þór Sigurðssyni, þar sem óskað var eftir áliti umhverfisnefndar á fyrirhugaðri stækkun á bílageymslu að Hjallavegi 4, Ísafirði samkvæmt skissu frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Umhverfisnefnd fól  byggingarfulltrúa að senda erindið í grenndarkynningu og óska álits eigenda húsa við Hjallavegi 3, 5 og 6  og Hlíðarveg 21, 23 og 25,  áður en byggingarleyfi yrði veitt. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða stækkun á bílskúrnum er nú liðinn.


Umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun og felur byggingarfulltrúa að ljúka málinu.



3. Reykjanes ? umsókn um lóð. (2009-10-0013).


Á fundi umhverfisnefndar 7. október sl. var lagt fram bréf dags. 5. september sl. frá Sverri Jóhannessyni  þar sem hann óskaði eftir að fá úthlutað landi undir 500 m² gróðurhús með möguleika á stækkun í landi Ísafjarðarbæjar á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Umhverfisnefnd tók jákvætt í uppbyggingu í Reykjanesi og fól byggingarfulltrúa að vinna nánar að málinu.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gera drög að lóðaleigusamningi við umsækjanda.


4. Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-06-0038).


Á fundi umhverfisnefndar 7. október sl. var lagt fram erindi dags. 25. sept sl. frá Kjartani Árnasyni þar sem hann óskaði eftir leyfi til að rífa núverandi hús að Hnífsdalsvegi 10, Ísafirði og byggja nýtt samkvæmt teikningum meðfylgjandi umsókn. Umhverfisnefnd óskaði umsagnar Vegagerðarinnar á erindinu. Umsögn Vegargerðarinn hefur nú borist.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið en óskað er eftir nánari afstöðumynd af húsinu.





5. Tunguskógur 64, Ísafirði - byggingarleyfi. (2009-10-0070).


Lögð fram fyrirspurn dags. 26. október sl. frá Páli Harðarssyni þar sem sótt er um leyfi til að byggja 9,8 m² viðbyggingu við húsið í Tunguskógi 64 samkvæmt meðfylgjandi skyssu.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar.





6. Engidalur ? lóð fyrir atvinnustarfssemi. (2009-11-0002)


Lagt fram lóðarblað byggingarfulltrúa af gámasvæði í Engidal. Á fundi umhverfisnefndar 10. nóvember sl. var lagt fram bréf dags. 29. október 2009, frá Ragnari Ágúst Kristinssyni fh. Gámaþjónustu Vestfjarða, þar sem hann sótti um lóð fyrir atvinnustarfsemi (geymslusvæði). Umrædd lóð er næsta lóð fyrir innan Funa í Engidal samkv. teikningu. Umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið og fól byggingarfulltrúa að leggja fram lóðarblað af umræddri lóð.


Umhverfisnefnd samþykkir tillögu byggingarfulltrúa að lóðamörkum. Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá lóðaleigusamningi af lóðinni.





7. Sætún 10 ? 12, Suðureyri. (2009-10-0036)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 19. október sl. var lagt fram bréf Lögmannsstofunnar, Strandgötu 29, Akureyri, dags. 9. október sl., er varðar vatnsleka inn í fasteignina Sætún 10 ? 12, Suðureyri. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjartæknifræðings til skoðunar.


Lagt fram til kynningar.





8. Hvammur í Dýrafirði - deiliskipulag. (2009-09-0025)


Á fundi umhverfisnefndar 7. október sl. var lagt fram bréf dags. 9. sept. sl. frá Daðínu M. Helgadóttur fh. eigenda Hvamms í Dýrafirði þar sem greint er frá samþykktum á sameiginlegum fundi eigenda Hvamms sem haldinn var 6. maí 2008. Óskað er eftir áliti bæjaryfirvalda á staðsetningu á frístundabyggð í landi Hvamms samkvæmt loftmynd sem fylgdi erindi. Umhverfisnefnd benti á að ofangreint svæði væri á vatnsverndarsvæði. Byggingarfulltrúa var falið að leita eftir nánari gögnum vegna málsins. Nú hafa upplýsingar borist frá Teiknistofunni Eik varðandi vatnsverndarsvæði í Hvammi.


Umhverfisnefnd hafnar staðsetningu á frístundabyggð á þessum stað í Hvammi þar sem það er inn á vatnsverndarsvæði Þingeyrar.





9. Hvammur, stofnlínur - framkvæmdaleyfi. (2009-12-0003)


Lagt fram tölvubréf dags. 12. nóvember sl. frá Birni Davíðssyni fyrir hönd Mílu ehf., þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi til að plægja niður og ganga frá 10 línu koparstreng frá sæsímaupptaki á Skeiði í Dýrafirði, inn að Hvammi skv. meðfylgjandi teikningu.


Björn Davíðsson vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdina en bendir á að yfirborðsfrágangur verði í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.





10. Útlit bæjarins. (2009-11-0018)


Lagt fram bréf dags. 18. nóvember sl. frá Ásthildi Þórðardóttur, garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er yfir útlit og umhirðu í skrúðgörðum bæjarins.


Umhverfisnefnd bendir á verið er að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og því þurfi slík mál og koma fyrir mun fyrr ásamt kostnaðaráætlun.



11. Látrar, Aðalvík. (2009-12-0004)


Lagt fram bréf dag. 18. nóvember sl. frá Margréti Halldórsdóttur, þar sem sótt er um leyfi til að byggja hús á sökkli gamla þjónustuhússins að Látrum í Aðalvík.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til Hornstrandanefndar. Umhverfisnefnd bendir á að eignarhald á sökkli þjónustuhússins er ekki þekkt.





12. Málefni Funa ? bréf forstöðumanns (2008-06-0054)


Á fundi bæjarráðs 23. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Vernharði Jósepssyni, forstöðumanni Funa, dagsett 6. nóvember sl., er varðar rekstur Funa, ástand búnaðar og aðkallandi úrbætur. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.


Bæjarráð hefur ákveðið að halda málþing um sorpmál í Ísafjarðarbæ þann 7. desember n.k.


Umhverfisnefnd bendir á að nefndin hefur áður samþykkt skýrslu starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ.  Þá lagði nefndin til á 321. fundi undir liðnum fjárhagsáætlun 2010 að fjárfest yrði í Funa fyrir 150 milljónir.  Umhverfisnefnd leggur því til að farið verði að  tillögum starfshópsins.





13. Refaveiðar ? fjárlög 2010. (2009-12-0007)


Lagt fram bréf dag. 5. nóvember sl. frá Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra og Bjarna Pálssyni sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að í frumvarpi til fjárlaga 2010 er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.


Umhverfisnefnd bendir á að ef frumvarp umhverfisráðherra um niðurfellingu á endurgreiðslu nær fram að ganga,  leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hætti að sinna veiðum á ref þar til samræmd stefna í málaflokknum verður til.





14. Völundarverk - atvinnuátaksverkefni. (2009-12-0008)


Á fundi bæjarráðs 16. nóvember sl var lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg dagsett 10. nóvember sl., er fjallar um verkefnið ,,Völundarverk?, sem unnið er af Reykjavíkurborg í samvinnu við Vinnumálastofnun, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Fræðslusetrið Iðuna og Minjasafn Reykjavíkur.  Megin tilgangur verkefnisins er þríþættur, það er 1. að skapa atvinnu, 2. gera við gömul hús og 3. bjarga handverki.  Í bréfinu er varpað fram þeirri spurningu hvort önnur sveitarfélög hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd hefur fullan hug á að taka upp slíkt verkefni í Ísafjarðarbæ ef fjármagn fæst.  Nokkur hús koma til greina t.d., Norska bakaríið á Ísafirði, Gamla kaupfélagið á Þingeyri (Grams verslun) (að loknu deiliskipulagsferli), Bogguhús í Hnífsdal og Svarta Pakkhúsið á Flateyri.





15. Deiliskipulag á Þingeyri. (2009-12-0009)


Lögð fram hugmynd að framgangi við deiliskipulagsvinnu af miðbæ Þingeyrar. Hugmyndavinnan er unnin af Einari Birgissyni hjá Landmótun. Einar mætti á fundinn og fór yfir hugmyndir sínar um deiliskipulag á miðbæ Þingeyrar.


Umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs að ganga til samninga við Landmótun um deiliskipulagsgerð í miðbæ Þingeyrar.



16. Úrskurður vegna sjókvíaeldis á laxi í Dýrafirði. (2009-04-0020)


Á fundi bæjarráðs 23. nóvember sl. var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 16. nóvember sl., ásamt úrskurði ráðuneytisins dagsettum 16. nóvember sl., vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 3. júní sl., um að sjókvíaeldi á allt að 2.000 tonnum af laxi í Dýrafirði sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Úrskurður umhverfisráðuneytis kemur til vegna stjórnsýslukæru frá Landssambandi veiðifélaga vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.


Úrskurðarorð: ,,Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 3. júní 2009, um að fyrirhugað eldi á allt að 2.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Dýrafirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, er staðfest.? Bæjarráð vísaði bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.





17. Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar. (2009-09-0021)


Lagðar fram endurskoðaðar gjaldskrár fyrir Ísafjarðarbæ. Um er að ræða eftirtaldar gjaldskrár:


? Gjaldskrá Þjónustustöðvar.


? Gjaldskrá vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.


? Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.


? Gjaldskrá fyrir framkvæmda- og stöðuleyfi.


? Gjaldskrá Funa.


? Gjaldskrá Fráveitu Ísafjarðarbæjar.


? Gjaldskrá Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.


? Gjaldskrá fyrir hundahald.


? Gjaldskrá fyrir kattahald.


? Gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrárnar verði samþykktar.





18. Reglugerð um fráveitu. (2009-12-0010)


Lögð fram endurskoðuð reglugerð um fráveitu Ísafjarðarbæjar.


Erindi frestað til næsta fundar.





19. Gleiðarhjalli ? snjóflóðavarnargarðar. (2008-11-0026)


Lögð fram drög að deiliskipulagi að snjóflóðavörnum í Gleiðarhjalla. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik. Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætir á fundinn og fer yfir drögin.


Umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna.





Þorbjörn J. Sveinsson vék af fundi.





20. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Lagt fram tölvubréf dags. 25. nóvember frá Birnu Björk Árnadóttur hjá Skipulagsstofnun, þar sem hún fer yfir athugasemdir vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.





21. Pólgata 10, Ísafirði ? stækkun bílageymslu. (2007-10-0021)


Á fundi umhverfisnefndar 10. október 2007 var lagt fram bréf frá Magnúsi Haukssyni eiganda húseignar að Pólgötu 10, Ísafirði, þar sem hann óskað er eftir leyfi til að stækka bílageymslu sem stendur á lóð hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Meðfylgjandi var einnig samþykki húseiganda aðliggjandi lóðar að Mjógötu 7, Ísafirði vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Umhverfisnefnd samþykkti erindið. Nú hefur hinsvegar risið bílskúrsbygging sem er ekki í nokkru samræmi við framlagðar teikningar. Þrátt fyrir ítrekanir um úrbætur hefur ekki verið orðið við þeim.


Umhverfisnefnd bendir á að dagsektir verði kr. 24.000 pr.dag með vísan í, Feril dagsektarmála hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar flokkast framkvæmdin undir gjaldflokk 3.





22. Aðalskipulag vegna jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. (2008-04-0013)


Lögð fram frummatsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum vegna jarðgangna milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Skýrslan er unnin af Vegagerðinni á Ísafirði í október 2009.


Umhverfisnefnd telur að gerð sé nægjanleg grein fyrir að öllum atriðum er fram koma í 22. Grein reglugerðar nr. 1123/2005.





Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:35.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Úlfarsson.  


Björn Davíðsson.


Sæmundur Þorvaldsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi. 


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?