Skipulags- og mannvirkjanefnd - 319. fundur - 7. október 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnardóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.1. Ránargata 10, Flateyri. (2009-06-0036)


Frestað á fundi umhverfisnefndar 9. september sl. Rætt var um fasteignina Ránargötu 10, Flateyri. Fallið hefur verið frá kauptilboði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fasteignin verði auglýst til sölu að nýju sem íbúðarhúsnæði.2. Heimabær II, Hesteyri. (2009-07-0034)


Lagt fram álit bæjarlögmanns, dags. 21. sept. sl. vegna erindis frá byggingarfulltrúa vegna ólögmætra framkvæmda við húsið Heimabæ II á Hesteyri. Á fundi umhverfisnefndar 9. sept. sl. var lagt fram bréf dags. 14. ágúst 2009, frá eigendum Heimabæjar II á Hesteyri, þar sem skýrt er frá framkvæmdum við húsið. Erindið var komið til vegna bréfs frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 24. júlí sl., þar sem farið var fram á skýringar á framkvæmdum við húsið Heimabæ II. Umhverfisnefnd óskaði álits bæjarlögmanns á málinu.


Lagt fram til kynningar.3. Hjallavegur 4, Ísafirði. ? Bygging bílageymslu. (2009-09-0029).


Lagt fram bréf dags. 18. september 2009, frá Agnari Þór Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á fyrirhugaðri stækkun á bílageymslu að Hjallavegi 4, Ísafirði, samkvæmt skissu frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda erindið í  grenndarkynningu og óskar álits eigenda húsa við Hjallavegi 3, 5 og 6  og Hlíðarveg 21, 23 og 25, Ísafirði,  áður en byggingarleyfi verður veitt.4. Atlastaðir í Fljótavík. ? Stofnun lóðar. (2009-09-0028).


Lagt fram bréf dags. 18. september sl. frá Halldóru Þórðardóttur og Sævari Óla Hjörvarssyni, Ísafirði, þar sem undirrituð óska eftir áliti umhverfisnefndar á stofnun lóðar í landi Atlastaða í Fljótavík samkvæmt meðfylgjandi skipulagsuppdrætti af Geirmundarstöðum unnum af Landmótun.


Umhverfisnefnd bendir á að nú þegar er bréfritari með byggingarleyfi á Geirmundarstöðum samkvæmt deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 20. nóvember 2008.  Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020, viðauki A, má hámarksfjöldi húsa vera átta og hefur nú þeim fjölda verið náð. Breyta þarf því fyrrgreindu deiliskipulagi til að hægt verði að veita byggingarleyfi á nýjum stað, vegna viðauka A í drögum að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.5. Hvammur í Dýrafirði. - Deiliskipulag. (2009-09-0025).


Lagt fram bréf dags. 9. sept. sl. frá Daðínu M. Helgadóttur fh. eigenda Hvamms í Dýrafirði, þar sem greint er frá samþykktum á sameiginlegum fundi eigenda Hvamms, sem haldinn var 6. maí 2008. Óskað er eftir áliti bæjaryfirvalda á staðsetningu á frístundabyggð í landi Hvamms samkvæmt loftmynd sem fylgdi erindi.


Umhverfisnefnd bendir á að ofangreint svæði er á vatnsverndarsvæði. Byggingarfulltrúa er falið að leita eftir nánari gögnum vegna málsins.6. Reykjanes. ? Umsókn um lóð. (2009-10-0013)


Lagt fram erindi dags. 5. september sl. frá Sverri Jóhannessyni,  þar sem hann óskar eftir að fá úthlutað landi undir 500 m² gróðurhús með möguleika á stækkun í landi Ísafjarðarbæjar á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í uppbyggingu í Reykjanesi og  felur byggingarfulltrúa að vinna nánar að málinu.7. Skógarbraut 4, Ísafirði. - Byggingarleyfi. (2009-09-0043)


Lögð fram fyrirspurn dags. 25. september sl. frá Einari Halldórssyni, Kolfinnustöðum, Skutulsfirði, þar sem hann óskar álits umhverfisnefndar á hugsanlegri stækkun á íbúðarhúsinu Kolfinnustöðum og byggingu bílskúrs á lóðinni Skógarbraut 4, (Kolfinnustaðir) Ísafirði, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í lagfæringar og stækkun á íbúðarhúsinu. Vegna frekari uppbyggingar á  svæðinu, þá leggur umhverfisnefnd  til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem afmarkast af innri lóðamörkum Bræðratungu, Tunguá, Skógarbraut og hættumatslínu B. Umhverfisnefnd bendir á að eigandi húss verður að samþykkja breytingarnar á fasteigninni.8. Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði. - Byggingarleyfi. (2009-10-0016)


Lögð fram fyrirspurn dags. 25. september sl. frá Guðmundi Óla K. Lyngmó,  þar sem hann óskar álits umhverfisnefndar á hugsanlegri byggingu bílskúrs á lóðinni Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði, skv. rissi af hugsanlegri staðsetningu.


Vísað er í bókun 7. liðar hér að ofan. Umhverfisnefnd bendir á að liggja þurfi fyrir leyfi húsfélagsins að Skógarbraut 3 og 3a vegna bílskúrsbyggingar.9. Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði. - Byggingarleyfi. (2009-06-0038)


Lagt fram erindi dags. 25. sept sl. frá Kjartani Árnasyni, þar sem hann óskar eftir leyfi til að rífa núverandi hús að Hnífsdalsvegi 10, Ísafirði, og byggja nýtt samkvæmt teikningum meðfylgjandi umsókn.


Umhverfisnefnd óskar  umsagnar Vegagerðarinnar á erindinu.10. Búnaðarfélag Mýrarhrepps. - Ályktun. (2009-08-0029)


Lögð fram ályktun dags. 8. júní sl. frá Guðmundi Steinþórssyni fh. Búnaðarfélags Mýrarhrepps,  þar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins, að fara fram á að Ísafjarðarbær, sjái um viðhald og endurbætur, í samráði við landeigendur, á gangnaveginum sem Mýrarhreppur lagði á sínum tíma og tilheyrir nú Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í að sveitarfélagið annist lágmarksviðhald á gangnavegunum að því tilskildu að fjármagn vegna þess fáist frá Styrkvegasjóði en vísar erindinu að öðru leiti til fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2010.11. Aðalstræti  22b, Austurvegur 1, Ísafirði. ? Breytt skráning. (2009-09-0042)


Lagt fram erindi dags. 16. september sl. frá Elíasi Guðmundssyni fh. Vinaminnis ehf.,  þar sem óskað er eftir breyttri skráningu á fasteignunum að Austurvegi 1 og Aðalstræti 22b, Ísafirði, sem eru í eigu Vinaminnis ehf.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í að matstaður, fnr. 211-9162, á Austurvegi 1 verði breytt í íbúð en áður þurfa að liggja fyrir byggingarnefndarteikningar af húsnæðinu. Byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu að öðru leiti.


Sæmundur Þorvaldsson vék af fundi.12. Höfðaströnd, Grunnavíkurhreppi. ? Endurbætur á bryggju. (2003-07-0057)


Lagt fram bréf dags. 25. sept. sl. frá Sveini D. K. Lyngmó, þar sem lögð er fram greinargerð vegna fyrirspurnar dags. 2. september 2009 frá sviðstjóra framkvæmda- og tæknisviðs vegna framkvæmda við hafnarmannvirki á Höfðaströnd í Jökulfjörðum.


Lagt fram til kynningar.13. Rekstrarleyfi, veitingaleyfi. ? Félagsheimilið Suðureyri. (2009-10-0015)


Erindi dagsett 6. október 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Katja Gnlesmer f.h. Gviota ehf, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Félagsheimilið Suðureyri, Aðalgötu 15, Suðureyri. Nýtt leyfi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Félagsheimilið Suðureyri að Aðalgötu 15, Suðureyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða mun byggingarfulltrúi veita umsögn vegna leyfisins.14. Rekstrarleyfi, veitingaleyfi. ? Söluskálinn Suðureyri. (2009-10-0014)


Erindi dagsett 6. október 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Elíasar Guðmundssonar f.h. Fisherman ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Söluskálann Suðureyri, að Skipagötu 3, Suðureyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Söluskálann á Suðureyri, Skipagötu 3, Suðureyri.


Albertína Elíasdóttir vék af fundi.15. Önnur mál.


Sorpmál.


Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á sorpmálum í Ísafjarðarbæ.


 


Verkstjóri í áhaldahúsi. ? Uppsögn í starfi. (2009-10-0002)


Lagt fram bréf, dags 30. september sl., frá Jónasi Sigurðssyni, aðstoðar- verkstjóra í Áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar, þar sem hann segir upp starfi sínu frá og með 1. okt. 2009.


Umhverfisnefnd þakkar Jónasi samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?